Ginklofinn í Vestmannaeyjum – Ný persóna leidd á svið Íslandssögunnar

Ginklofinn, ungbarnasjúkdómur sem var sérstaklega skæður í Vestmannaeyjum allt fram á 19. öld, hefur varla talist tilheyra almennri söguþekkingu, heldur fallið undir “sérþekkingu” á heilbrigðissögu eða sögu tímabilsins um 1850. Nú er komin í almenna notkun kennslubók í sögu fyrir 7. bekk (Þorsteinn Helgason, Ein grjóthrúga í hafinu, Námsgagnastofnun 2004/2006) þar sem þetta fyrirbæri er rætt allrækilega.
Þar með er tilefni gefið til að það verði hluti af almennri söguþekkingu landsmanna. Auk þess sem um það er fjallað í heimildamyndinni Ginklofinn eftir Pál Steingrímsson og Magnús Magnússon (Kvik 2007).
Hvað er það þá um ginklofann sem áhugavert er fyrir fullorðna að vita? Sérstaklega fyrir sagnfræðinga, sögukennara og aðra kennara, en líka allan almenning (m.a. foreldra grunnskólabarnanna sem læra hina nýju kennslubók). Og hvernig er fróðlegt fyrir börnin að tengja þekkingu sína á ginklofanum við frekara sögunám á unglingsaldri? Í erindi sínu mun Helgi Skúli Kjartansson segja frá ginklofanum í ljósi þessara spurninga.
Fyrirlesturinn fer fram í Bratta sal Kennaraháskólans v/Stakkahlíð miðvikudaginn 23. apríl milli kl. 16-17
og verður einnig sendur út á http://sjonvarp.khi.is

Ginklofinn, ungbarnasjúkdómur sem var sérstaklega skæður í Vestmannaeyjum allt fram á 19. öld, hefur varla talist tilheyra almennri söguþekkingu, heldur fallið undir “sérþekkingu” á heilbrigðissögu eða sögu tímabilsins um 1850. Nú er komin í almenna notkun kennslubók í sögu fyrir 7. bekk (Þorsteinn Helgason, Ein grjóthrúga í hafinu,
Námsgagnastofnun 2004/2006) þar sem þetta fyrirbæri er rætt allrækilega.
Þar með er tilefni gefið til að það verði hluti af almennri söguþekkingu landsmanna. Auk þess sem um það er fjallað í heimildamyndinni Ginklofinn eftir Pál Steingrímsson og Magnús Magnússon (Kvik 2007).
Hvað er það þá um ginklofann sem áhugavert er fyrir fullorðna að vita? Sérstaklega fyrir sagnfræðinga, sögukennara og aðra kennara, en líka allan almenning (m.a. foreldra grunnskólabarnanna sem læra hina nýju kennslubók). Og hvernig er fróðlegt fyrir börnin að tengja þekkingu sína á ginklofanum við frekara sögunám á unglingsaldri? Í erindi sínu mun Helgi Skúli Kjartansson segja frá ginklofanum í ljósi þessara spurninga.
 
Fyrirlesturinn fer fram í Bratta sal Kennaraháskólans v/Stakkahlíð miðvikudaginn 23. apríl milli kl. 16-17
og verður einnig sendur út á http://sjonvarp.khi

Menntaspor – dagskrá til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum

Fyrir skömmu varð dr. Loftur Guttormsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, sjö­tugur. Hann nýtur þeirrar sérstöðu að vera sá kennari sem fylgt hefur skólanum frá því fyrir stofnun hans árið 1971 og lætur nú af störfum eftir heilladrjúgt starf í fjóra áratugi.
Í tilefni af þessum tímamótum býður Kennaraháskólinn til dagskrár 2. maí næst­komandi í Skriðu, fyrir­lestrasal skólans í Hamri við Háteigsveg. Byggist hún m.a. á efni afmælisrits sem Sögufélagið gefur út Lofti til heiðurs

Menntaspor – dagskrá til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum
 
14.00      Ávarp – Ólafur Proppé rektor
14.10      Félagi Loftur – Dóra S. Bjarnason prófessor
14.40      Kynslóðin sem komst út úr kalda stríðinu – Gestur Guðmundsson prófessor
15.10      Menntun kvenna og lækkun ungbarnadauða á Íslandi – Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur
15.40      Farskóli í hálfa öld – nokkrar svipmyndir – Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur
 
Stjórnandi dagskrár: Helgi Skúli Kjartansson prófessor

María Karen Sigurðardóttir: Er réttlætanlegt að henda ljósmynd? (21.04.2008)

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands – Þriðjudaginn 22. apríl 2008, klukkan 12.05 Þjóðminjasafni Íslands.
Af hverju varðveitum við gamlar ljósmyndir af fólki, jafnvel þótt enginn viti hvaða fólk er á myndunum? Getur verið að eftir því sem ljósmynd eldist, aukist menningarleg verðmæti hennar þar sem hún varðveitir brot af andrúmi sem er horfið, og kemur aldrei aftur? Við vitum ekki hverjir eru á myndinni, hvað þeir gerðu, hvernig þeir lifðu, en eitthvað í myndinni, klæðnaður, andrúmsloft, segir okkur kannski meira en löng ritgerð um horfinn tíma. Er þá einhverntima réttlætanlegt að henda ljósmynd? Hvernig varðveitum við slíkar myndir?

María Karen Sigurðardóttir er forvörður og safnstjóri Ljósmyndasafns
Reykjavíkur.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Norrænir landnámsmenn í Liverpool um árið 900, saga þeirra og erfðarannsóknir

Þekktur enskur erfðafræðingur, Stephen Harding, sem einnig er höfundur nokkurra bóka um víkingatímann í Norðvestur England, mun flytja fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands um ofangreint efni í sal N132 í Öskju, náttúrufræðihúsi háskólans hinn 23. apríl kl 16.00.
Fyrirlesturinn mun fjalla um landnám Norðmanna á þessu svæði, bæði út frá norrænum, keltneskum og engilsaxneskum gögnum, en einnig um óvæntar nýjar rannsóknarniðurstöður um norræna arfleifð í genum Liverpoolbúa, en nýlokið er stóru rannsóknarverkefni á þessu sviði sem unnið var undir umsjón fyrirlesarans, Stephens Harding.
Stephen Harding mun m.a. færa rök fyrir því að bardaginn á Vínheiði sem sagt er frá í Egilssögu (er Þórólfur féll) muni hafa átt sér stað við Bromborough, gegnt Liverpool, þ.e., handan Merseyósa, en í engilsaxneskum annálum er orustan sögð árið 937 við Brunanburh (nú Bromborough) og var þetta talin mannskæðasta orusta á Englandi sem sögur fóru af.
Stephen Harding er prófessor við University of Nottingham, School of Biosciences. Hann lauk BA og MA námi við University of Oxford og doktorsgráðu við University of Leicester.

Heiti sagnfræðibóka eftir Stephen Harding:
•        Viking Mersey: Scandinavian Wirral, West Lancashire and Chester. Útg. Countyvise Ltd. 2002
•        Ingimund’s Saga: Norwegian Wirral. Útg. Blackwell
•        Wirral and its Viking Heritage (með Paul Cavill og Judith Jesch). Útg. English Place-Name Society, School of English Studies, University of Nottingham.
•        The Battle of Brunanburh (með Paul Cavill og Jayne Carroll). Útg. Cambridge University Press (væntanleg 2009).
Vefsíður er tengjast Stephen Harding og norrænu landnámi í nágrenni Liverpool:
http://www.nottingham.ac.uk/-sczsteve/
http://www.wirral-mbc.gov.uk/vikings/
http://www.aftenposten.no/english/local/article2123176.ece
Heiti fyrirlestrarins á ensku er: FISHING FOR ICELANDIC GENES IN OLD LIVERPOOL  The Saga of Norwegian Settlers in Merseyside around 900 AD

Breyting hefur orðið á auglýstri dagskrá málstofu í hagsögu á þessu misseri (14.04.2008)

Þrjár síðustu málstofurnar verða sem hér segir:
16. apríl: SVERRIR JAKOBSSON: Efnahagslegar undirstöður valds í Breiðafirði á 14. öld
23. apríl: ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR: Innflytjendur á Íslandi á síðari hluta 20.
aldar og í upphafi 21. aldar
30. apríl: HREFNA RÓBERTSDÓTTIR: Hagræn hugsun og viðreisnarhugmyndir 18. aldar.
Málstofan er í stofu 101 í Árnagarði og hefst kl. 16.00.

Málstofan er í stofu 101 í Árnagarði og hefst kl. 16.00.
Með kveðju,
Guðmundur Jónsson

Refsingar á Íslandi – Ausið úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni Íslands 15. apríl klukkan 12:05

Þriðjudaginn 15. apríl klukkan 12:05 mun Árni Björnsson ganga með gestum um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og skoða gripi sem vitna um opinberar refsingar á Íslandi. Í safninu eru nokkrir slíkir: öxi og höggstokkur, gapastokkur og svarthol. Árni Björnsson kynnir munina og setur þá í sögulegt samhe

Opinberar refsingar þekktust ekki á Íslandi fyrr en landsmenn urðu þegnar Noregskonungs, enda ekkert framkvæmdavald í landinu. Þá eru refsingar leiddar í lög. Samt eru ekki ýkja mörg dæmi um refsingar fyrr en kemur fram yfir siðaskipti á 16. öld. Ástæðan kann að vera sú að dómabækur hafi ekki verið færðar eða að þær hafi glatast. Síðan um 1600 eru á hinn bóginn til talsverðar heimildir og refsigleðin virðist mest á 17. og 18. öld.
Dauðarefsingar voru henging, hálshögg, drekking, brenna og jafnvel kviksetning. Aðrar refsingar voru einkum húðstrýking, brennimerking, limalát, gapastokkur og hegningarvinna. Árni segir þó að sumar refsingar sem tíðkuðust erlendis, eins og ‘hjól og stegla’, hafi af ‘tæknilegum’ ástæðum seint eða ekki verið viðhafðar á Íslandi.
Um þetta og margt fleira geta gestir fræðst á þriðjudaginn kemur.
Sérfræðileiðsögn Þjóðminjasafnsins, Ausið úr viskubrunnum, fjallar um afmarkaða þætti grunnsýningarinnar eða sérsýningar. Leiðsögnin er ætluð almenningi og allir eru velkomnir.

Útrás Íslendinga á sautjándu og átjándu öld, 12. apríl

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 12. apríl nk. Málþingið hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 16:30.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur: Námsferðir íslenskra Hafnarstúdenta um Evrópu á 17. öld
Einar Hreinsson, sagnfræðingur: Íslendingar og stjórnsýsla einveldisins á 18. öld
Hrafn Sveinbjarnarson, sagnfræðingur: Jón Eiríksson og hugmyndir um atgervisbrottnám, þjóðflutninga og útflutning
KAFFIHLÉ
Garðar Gíslason, hæstaréttardómari: Grímur Thorkelín og ferð hans til Bretlandseyja 1786–1791
Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu: Thorlacius-feðgar í dönsku samfélagi
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, formaður félagsins.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan  fyrirlestrasalinn á 2. hæð. Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin

SÖGUSLÓÐIR 2008 Getið í eyðurnar Þjóðmenningarhúsinu, 10. apríl kl. 13-17

Málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Fjallað verður um söfn og sögusýningar á Íslandi og túlkun þeirra á sögu lands og þjóðar frá ýmsum sjónarhornum, auk þess sem danskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni.

  DAGSKRÁ
13.00   Samtök í sóknarhug. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF.
13.10   Ávarp.  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
13.20   Saga og miðlun. Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur.
13.30   With or without written evidence, how do we and our guests get closer to everyday life aspects and know-how from the past ?
            Laurent Mazet-Harhoff, fornleifafræðingur,  Lejre Forsøgscenter í Danmörku.
13.50   Teaching with roles: some examples of daily dialogues i.e. about “unwritten” everyday life aspects with guests visiting our Viking market place.
           Jutta Eberhards, leikstjórnandi, Lejre Forsøgscenter í Danmörku.
14.10   Hlé.
14.20    „Ísland, best í heimi.“ Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, lektor við HÍ og stjórnandi Skriðuklaustursrannsókna.
14.40    „Vinsamlegast snertið munina!“ Helmut Lugmayr, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi.
15.00    Drýpur saga af hverju strái? Már Jónsson, sagnfræðingur.
15.20       Kaffi.
15.50    Gamalt og nýtt, satt og logið. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og höfundur.
16.10    Má gera söguna sýnilega?  Björn G. Björnsson, sýningahönnuður.
16.30    Óljósar sögur. Þór Vigfússon, sagnamaður og fyrrverandi skólameistari.
16.50    Samantekt: Skúli Björn Gunnarsson.
Fundarstjóri: Ásborg Arnþórsdóttir.
Málþingsgjald: 3.000 kr – kaffiveitingar innifaldar.
Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.000 kr
Skráning: Kristín Sóley Björnsdóttir  ksb@akmus.is

Anna Lísa Rúnarsdóttir flytur erindið Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar

Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar. Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, 8. apríl klukkan 12.05 (08.04.2008)
Þjóðminjasafni Íslands hefur verið falið að tryggja varðveislu torfhúsanna á Núpsstað í Fljótshverfi. Í þessu erindi verður kynnt nálgun og hugmyndafræði þessa verkefnis. Fjallað verður um þá alþjóðlegu sáttmála og kröfur heimsminjaskrár sem hafa haft áhrif á verkefnið, en einnig um Núpsstað og hvernig reynt hefur verið að finna hagnýtar lausnir til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkra varðveisluverkefna í dag.

Anna Lísa Rúnarsdóttir lauk doktorsprófi í mannfræði frá University College London árið 2004. Hún hefur starfað á Þjóðminjasafni Íslands frá 2005, um tíma sem verkefnisstjóri varðveislu Núpsstaðar en er nú sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Hlaðborð sagnfræðinga til heiðurs Gísla Gunnarssyni prófessor, laugardaginn 5. apríl

Gísli Gunnarsson prófessor lætur af störfum 1. apríl. Af því tilefni heiðra samstarfsmenn Gísla í sagnfræðiskor hann með hlaðborði þar sem Íslandssagan er í öndvegi. Fjallað verður þætti úr stjórnmálasögu og atvinnulífi, fátækraframfæri, skemmtanir og galdratrú.
“Hlaðborðið” verður borið fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 231 milli klukkan 12.00-16.20.
Dagskráin er hluti af Hugvísindaþingi.

Dagskrá
    * Anna Agnarsdóttir: Hvaða áhrif hafði franska stjórnarbyltingin á Íslandi?
    * Guðmundur Jónsson: Voðafarg á þjóðinni. Hversu mikil voru sveitarþyngslin á Íslandi á 19. öld?
    * Gunnar Karlsson: Hlutur sjávarútvegs í atvinnu Íslendinga á 18. og 19. öld
    * Halldór Bjarnason: „Allan veturinn eru þeir að dansa“: Breytingar á dansleikum Íslendinga á 18. og 19. öld
ÚTDRÆTTIR
Málstofan heldur áfram að loknu kaffihléi.
    * Helgi Þorláksson: Ísland í átökum stórvelda 1400-1600
    * Ragnheiður Kristjánsdóttir: Þjóðlegur kommúnismi?
    * Þór Whitehead: Var Sósíalistaflokkurinn stofnaður gegn vilja Alþjóðasambands kommúnista 1938?
    * Eggert Þór Bernharðsson: Þéttbýlisþróun og sögusýningar
ÚTDRÆTTIR
Málstofustjóri: Eggert Þór Bernharðsson, dósent
Klukkan 16.30 bjóða þinghaldarar svo upp á léttar veitingar
Dagskrá Hugvísindaþings er að finna hér.
Allir velkomnir!