Hagtölur

Sögulegar hagtölur
Vefur Hagstofu Íslands með samræmdum hagtölum sem ná yfir marga áratugi og jafnvel aldir. Vefurinn sækir efni að miklu leyti í ritið Hagskinnu sem Hagstofan gaf út 1997 og hafa tímaraðirnar verið uppfærðar til samtímans eins og kostur er. Vefurinn inniheldur þó ekki nema hluta af þeim gögnum sem birt eru í Hagskinnu.

Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland.
Hagskinna er eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá upphafi. Bókin kom út árið 1997 og í henni eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur og heimildir ná. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjun 17. aldar en talnaefnið nær fram um 1990.

Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands
Gagnagrunnur sem inniheldur nær öll manntöl er gerðar voru fyrr á öldum á Íslandi. Á vefnum eru birt fjórtán manntöl, 1703, 1816, 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870, 1880, 1890, 1901, 1910 og 1920. Upplýsingar úr Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum úr manntalinu 1870 glötuðust fyrir löngu er það því ekki heilt. Manntalið frá 1801 á eftir að bætast við á næstu misserum.