Sögusöfn og sýningar

Safnabókin
Á vefnum er að finna upplýsingar um öll söfn á Íslandi. Hægt er að leita í gagnagrunni ýmist eftir landssvæðum eða með því að slá inn leitarorð.

Safnaráð
Á vef Safnaráðs eru krækjur á öll söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs í landinu.

Sjóminjar Íslands
Vefsíða  á vegum Sambands íslenskra sjóminjasafna þar sem kynntar eru sjóminjar og sjóminjavarsla á Íslandi.  Þar er m.a. að finna upplýsingar um sjóminjasöfn, sýningar og setur, vita og fornar strandminjar.

Nokkur söfn og sýningar

Þjóðminjasafn Íslands
Vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Borgarsögusafn Reykjavíkur er sameinað safn í eigu Reykvíkinga sem tók til starfa þann 1. júní 2014 en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. Markmið sameiningarinnar er að efla starfsemi safnsins í þeim tilgangi að þjóna fjölbreyttum hópi gesta enn betur.

Galdrasýning á Ströndum
Sýning helguð göldrum á Íslandi og fjallar meðal annars um þekkta galdramenn á Íslandi, dómskerfið á 17. öld, galdrabrennur og ýmislegt efni úr íslenskum þjóðsögum.

Heimilisiðnaðarsafnið
Safnið er á Blönduósi og sérhæfir sig í söfnun heimagerðra tóvinnu- og textílmuna. Meðal safndeilda er Halldórustofa sem varðveitir vefnaðar- og prjónlesmynstur úr safni Halldóru Bjarnadóttur, heimilisráðunauts Búnaðarfélags Íslands.

Kirkjubæjarstofa
Rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri sem hefur að markmiði að efla og styðja rannsóknir á náttúrufari, sögu og menningu héraðsins með söfnun og skráningu gagna, fræðslustarfsemi og ráðstefnuhaldi.

Leikminjasafn Íslands
Leikminjasafnið er samstarfsverkefni 27 félaga, stofnana og leikhúsa. Starfsemi þess felst í að skrá, varðveita, rannsaka og sýna leiklistarsögulegar minjar.

Sögusetrið á Hvolsvelli
Setur helgað Njáls sögu. Þar er sýning um víkingaöld með sérstakri áherslu á Njálu. Setrið skipuleggur ferðir á Njáluslóðir. Þar er einnig kaupfélags- og veiðisafn.

Vegminjasafn
Menningar- og fræðslustofnun sem miðar að því að varðveita minjar um vegagerð á Íslandi og miðla sögu hennar.

Vesturfarasetrið á Hofsósi
Safnið annast sýningahald um vesturferðir Íslendinga til Kanada og Bandaríkjanna. Vesturfarasetrið leggur stund á ættfræðirannsóknir og þar er einnig að finna bókasafn með verkum sem tengjast vesturferðunum.

Hjarta lands og þjóðar á Þingvöllum
Sýningin Hjarta lands og þjóðar er í gestastofu á Hakinu á Þingvöllum og er gagnvirk upplifun fyrir gesti sem þar geta fræðst um sögu, menningu og umhverfi Þingvalla. Á vef Þingvallaþjóðgarðs er að finna fræðslu um þennan merkasta sögustað þjóðarinnar, starfshætti alþingis og atburði sem tengjast staðnum.