Stofnanir og setur

Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun innan Kaupmannahafnarháskóla (hét áður Det Arnamagnæanske Institut) þar sem varðveittur er hluti handrita úr safni Árna Magnússonar í sérstöku safni, Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling, og stundaðar eru rannsóknir í textafræði, handritafræði og norrænum tungumálum.

The Center for Microhistorical Research
Miðstöð einsögurannsókna stendur að þessum vef og má þar finna ýmislegt efni og fréttir af rannsókum sem tengjast einsögu.

Fornleifastofnun Íslands
Stofnun sem gegnir því hlutverki að efla rannsóknir og útgáfustarfsemi á sviði fornleifafræði. Stofnunin sér um fornleifauppgrefti og skráningu á fornminjum.

Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
Hugvísindastofnun er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. Hugvísindastofnun hefur það hlutverk að styðja og efla rannsóknir við sviðið og vera vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum þess.

Miðstöð munnlegrar sögu
Miðstöðin er safn og rannsókna- og fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu. Í upphafi var miðstöðin samstarfsvettvangur nokkurra stofnana í Háskóla Íslands, þar á meðal Sagnfræðistofnunar, en 15. mars 2012 sameinaðist hún Landsbókasafni og varð eining á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar.

Minjastofnun Íslands
Minjastofnun hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Meginhlutverk Minjastofnunar er að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi og auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af þeim.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
Rannsóknasetrið er á Skagaströnd og rannsóknasvið þess er sagnfræði, einkum munnleg saga og réttarsaga.

Reykjavíkurakademían
ReykjavíkurAkademían er aðsetur sjálfstætt starfandi fræðimanna í hug- og félagsvísindum. Þar hefur nokkur hópur sagnfræðinga aðstöðu.

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
Stofnunin er vettvangur rannsókna í sagnfræði, hagnýtri menningarmiðlun og fornleifafræði. Hún gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum, málstofum, fyrirlestrum og hvers konar annarri starfsemi sem styður rannsóknir og kennslu á fræðasviðinu og eflir tengsl við alþjóðlegt háskólasamfélag og íslenskt þjóðlíf. Um rannsóknir kennara og doktorsnema í sagnfræði má fræðast hér.

Snorrastofa, Reykholti
Í Reykholti í Borgarfirði er stunduð viðamikil starfsemi á fjölmörgum sviðum. Þar er Snorrastofa, rannsóknastofnun sem stuðlar að rannsóknum og kynningu á miðaldafræðum með sérstöku tilliti til Reykholts og Borgarfjarðar.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Sjálfstæð stofnun í Háskóla Íslands sem vinnur að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta. Á nafnfræðisviði er unnið að verkefnum sem snerta örnefni og nafnfræði. Á málræktarsviði er fengist við verkefni sem varða málrækt og íðorðafræði. Á orðfræðisviði er unnið að verkefnum sem snerta íslenskt mál og íslenskan orðaforða. Þjóðfræðisvið vinnur að rannsóknum á efni þjóðfræðisafns stofnunarinnar.

Þjóðminjasafn Íslands
Vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Þjóðskjalasafn Íslands
Safnið sér um framkvæmd opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar í landinu og gegnir jafnframt hlutverki opinbers skjalasafns. Það er stærsta safn frumheimilda um íslenska sögu og er því lykilstofnun fyrir sagnfræðilegar rannsóknir.