Handrit og skjöl

Íslenzkt fornbréfasafn
Stafræn útgáfa allra 16 bindanna á vefnum Bækur.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

handrit.is
Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn. Vefurinn veitir einnig aðgang að stafrænum myndum af fjölda handrita. Vefurinn nær aðeins til hluta þeirra handrita sem stofnanirnar þrjár varðveita. Efniviður handritanna samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, m.a. heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta. Einnig er þar drjúgur hluti norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna auk þess sem fjöldi handrita geymir ýmist kvæði, rímur eða lausavísur.

Stafrænar heimildir úr Þjóðskjalasafni Íslands
Á vefnum er veittur aðgangur að úrvali heimilda í vörslu safnsins. Á Jarðavef eru heimildir um land, eignir og jarðir s.s. fasteigna- og jarðamat, landamerkjabækur, veðmálagögn, dómabækur og túnakort. Á Manntalsvef eru upplýsingar úr fjórtán manntölum. Auk þess eru rafrænar skrár um prestþjónustbækur,  sóknarmannatöl, Vesturfara, dómabækur sýslumanna o.fl.