Málstofa um sögu Hveragerðis

Málstofa um sögu Hveragerðis verður haldin í Lisatasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, miðvikudaginn 24. september kl. 20.
Þar mun Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, fjalla um forsöguna, hús og fólk.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, talar um hverahitann og upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Hann fjallar um hvernig jarðhitinn varð til þess að í Hveragerði myndaðist þéttbýli, og sérstöðu þess í íslenskri byggða- og atvinnusögu. Stærstan hlut þeirrar sögu skipar Mjólkurbú Ölfusinga sem stofnað var 1928 og nýtti jarðhita í sinni starfsemi.
Svanur Jóhannesson flytur erindi um mannlífinu á árunum frá 1940 – 1947, en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem bjó í Hveragerði um árabil.
Að endingu mun Kristín B. Jóhannesdóttir lesa upp kvæði eftir séra Helga Sveinsson. Kristín á áttræðisafmæli um þessar mundir og hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Hún var ein af stofnendum Leikfélags Hveragerðis og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Allir eru velkomnir.

Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, mun fjalla um forsöguna, hús og fólk.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, talar um hverahitann og upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Hann fjallar um hvernig jarðhitinn varð til þess að í Hveragerði myndaðist þéttbýli, og sérstöðu þess í íslenskri byggða- og atvinnusögu. Stærstan hlut þeirrar sögu skipar Mjólkurbú Ölfusinga sem stofnað var 1928 og nýtti jarðhita í sinni starfsemi.
Svanur Jóhannesson segir frá mannlífinu á árunum frá 1940 – 1947, en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem bjó í Hveragerði um árabil.
Kristín B. Jóhannesdóttir les kvæði eftir séra Helga Sveinsson. Kristín á áttræðisafmæli um þessar mundir og hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Hún var ein af stofnendum Leikfélags Hveragerðis og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókn.

Lækningaminjasafn í Nesi – Fortíð og framtíð

Læknafélag Íslands og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar halda ráðstefnu á Háskólatorgi Háskóla Íslands laugardaginn 27. september kl 9.00 -13.00.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Dagskrá
Á gömlum  merg                 
Fundarstjóri:  Atli Þór Ólason formaður FÁSL
9:00    Setning:  Sigurbjörn Sveinsson, læknir og fulltrúi LÍ í safnstjórn               
9:10    Í mjúku moldarskauti  Fornleifar í Nesi:
            Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands
9:40    Læknirinn í Nesi:
           Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur
10:10  Jarðneskar lækningaminjar frá Nesi:
            Guðmundur Ólafsson, fagstjóri fornleifa Þjóðminjasafni Íslands
10:30   Kaffihlé
Lækningaminjasafn                   
Fundarstjóri: Birna Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands
11:00   Saga lækningaminjasöfnunar á Íslandi:
            Kristinn Magnússon, deildarstjóri Fornleifavernd ríkisins
11:20   Hlutverk safna í samtímanum. Söfnin vettvangur allra í nútímanum:
            Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
11:35   Lækningaminjasafn Íslands. Hvert skal stefna?
            Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safnstjóri
12:00   Panelumræður um stefnumótun og áherslur safnsins og stöðu þess í íslensku safnaumhverfi.       
              Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.
              Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
              Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar.
              Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
              Óttar Guðmundsson, formaður nefndar LÍ um málefni lækningaminjasafns í Nesi.

Fyrirlestur um ævi og störf dr. Sigurbjörns Einarssonar

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um dr. Sigurbjörn Einarsson biskup á vegum Vísindafélags Íslendinga í hátíðarsal Háskólans miðvikudaginn 24. september, kl. 20.00.
Í fyrirlestrinum verður leitast við að varpa ljósi á meginþættina í ævi og störfum dr. Sigurbjörns sem og á guðfræði hans og trúarhugsun. Meðal annars verður glímt við spurninguna: Hvernig varð bóndasonur úr Meðallandi
áhrifamesti andlegi leiðtogi Íslendinga á 20. öld og einn helsti hugsuður
þjóðarinnar?
Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Fyrirlestur um ævi og störf dr. Sigurbjörns Einarssonar

Stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu (22.09.2008)

Þriðjudaginn 23. september kl. 20:30 flytur Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Tilefnið er dánardagur Snorra Sturlusonar þann 23. september 1241.
Sigurður mun í erindi sínu leitast við að að varpa ljósi á stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu, en með orðinu stjórnspeki er átt við það sem oft er kallað pólitískar hugmyndir. Leitast verður við að gera grein fyrir þeim viðhorfum sem fyrirferðarmest voru á þessu sviði frá því á miðri 11. öld til loka hinna 13 sem voru umbrotaaldir í stjórnskipunarsögu Evrópu.
Að loknum fyrirlestri verður boðið upp á veitingar en síðan gefst gestum tækifæri til að ræða efni fyrirlestrarins.
Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir.

Um fyrirlesara
Sigurður Líndal er fæddur 1931. Hann lauk BA-prófi í latínu og mannkynssögu 1957, embættispróf í lögfræði, cand. jur. 1959 og cand. mag. (M.A)-próf í sagnfræði 1968. Hann lagði stund á réttarsögu við Háskólann í Kaupmannahöfn 1960, við Háskólann í Bonn 1961-62 og við University College í Oxford 1998 og 2001. Sigurður hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, m.a. verið dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík, gegnt starfi hæstaréttarritara, setið í skattsektanefnd og verið dómari í Félagsdómi. Hann varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967 og síðan prófessor 1972, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 2001. Þar fyrir utan hefur hann starfað sem gistiprófessor við University College í London. Sigurður hefur setið í ýmsum nefndum og stjórnum, meðal annars verið forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands 1976-2001 og er núverandi forseti Hins íslenzka bókmenntafélags. Þá sat hann í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar 1996-2006, var ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000, sat í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift 1984-99, var ritstjóri Skírnis (ásamt Kristjáni Karlssyni) 1984-86 og hefur verið ritstjóri Sögu Íslands frá 1972. Hann hefur frá því í fyrra gegnt stöðu prófessors við Háskólann á Bifröst. Þá er hann stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sigurður er kvæntur Maríu Jóhannsdóttur, BA (Hons) í hagfræði og félagsfræði frá Háskólanum í Manchester.

Ráðstefnan: Af hlaðborði aldarinnar – Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu

Ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar – áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldin í Iðnó, laugardaginn 27. September 2008.
Þar verður fjallað um strauma og stefnur í matarmenningu tuttugustu aldar. Meðal umfjöllunarefna má nefna upphaf veitingasölu, matarmenningu á tímum hafta og skömmtunar, ímynd íslenska eldhússins, stöðlun matarsmekks og djarfar tilraunir til þess að víkja frá hefðbundnum matreiðslumáta.

14:00 setning málþings: Laufey Steingrímsdóttir, formaður félagsins Matur – saga – menning, býður gesti velkomna.
14:05 Margrét Guðjónsdóttir:  Skáli um þjóðbraut þvera. Upphaf greiðasölu á Íslandi.
14:35 Magnús Sveinn Helgason: Hófleg neysla og hóflegt vöruframboð. Hömluleysi og sóun sem vandamál kapítalískra neysluhátta.
15:05: Guðmundur Jónsson: Vísitölubrauðin: Hvernig hið opinbera mótaði brauðsmekk Íslendinga.
15:35 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl. Íslenskt matarsetur í Lundúnum.
16:05 Rúnar Marvinsson: Vakning á Búðum. Puntstrá og villibráð
16:35 Umræður.
Fundarstjóri: Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu .
Að ráðstefnunni stendur félagið Matur – saga – menning, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og ReykjavíkurAkademíuna.
Í lok ráðstefnunnar efna félögin til hátíðarkvöldverðar í Iðnó og hefst dagskráin með fordrykk kl. 19.00. Veislustjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og ræðumaður kvöldsins mun varpa ljósi á matarmenningu úr óvæntri átt. Sagnfræðingafélag Íslands er einn aðstandenda ráðstefnunnar auk félagsins Matur – saga – menning og Reykjavíkur Akademíunnar.  Félagsmönnum í Sagnfræðingafélagi Íslands gefst kostur á að kaupa miða á hátíðarkvöldverðinn hjá Sólveigu Ólafsdóttur. framkvæmdastjóra Reykvíska eldhússins  solveig@simnet.is – s. 8921215 eða Unni Maríu Bergsveinsdóttur framkvæmdastjóra ráðstefnunnar – unnurm@bok.hi.is
Gengið verður til borðs kl. 20.00 og á boðstólnum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar.
Matseðill kvöldsins
Forréttur: Dádýracarpaccio með furuhnetum og fetaosti.
Milliréttur: Rækjukokteill með ristuðu brauði.
Aðalréttur: Fjallalamb níunda áratugarins.
Eftirréttur: Bóndadóttir með blæju.
Kaffi, koníak eða líkjör.

Hvað er að óttast? – Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands, haustmisseri 2008

Nú haustar og því hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins á ný. Í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum “Hvað er að óttast?” og “Hvað er andóf?”.
Haustið er helgað óttanum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ríður á vaðið næsta þriðjudag, þann 16. september, með erindi sitt “Kalda stríðið – dómur sögunnar”. Í útdrætti frá honum segir:
Í erindinu verður minnt á hernaðarlegt gildi Íslands á tímum kalda stríðsins og beinir höfundur athygli að þeim þætti átakanna milli austurs og vesturs, enda tók hann einkum til máls um þann þátt í umræðum á sínum tíma. Vakið er máls á nauðsyn þess, að veittur sé sem bestur aðgangur að öllum skjölum um kalda stríðið. Mikilvægt sé, að átta sig á þeim þáttum, sem vógu þyngst við töku ákvarðana um öryggis- og varnarmál. Það er mat höfundar, að á tíunda áratug síðustu aldar hafi næsta hávaðalítið verið rætt um stöðu Íslands í kalda stríðinu. Morgunblaðið hafi til dæmis ákveðið að hlífa þeim við uppgjöri, sem harðast vógu að blaðinu og heiðri þess á tímum kalda stríðsins. Síðan 2006 hafi umræður hins vegar verið líflegar vegna umræðna um hleranir lögreglu. Höfundur mun rekja þær umræður í erindi sínu. Hann telur fráleitt að bera það, sem hér gerðist við eftirlit með einstaklingum, saman við aðgerðir öryggislögreglu í Noregi. Hér hafi ekkert komið fram til stuðnings ásökunum um ólögmætar aðgerðir yfirvalda.
Að erindinu loknu gefst sagnfræðingum og öðrum tækifæri til að varpa fram spurningum og gera athugasemdir. Erindið verður haldið, líkt og önnur erindi fyrirlestraraðarinnar, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.05-13.00.

 2008 – Hvað er að óttast?
16. september
Björn Bjarnason: Kalda stríðið – dómur sögunnar.
 
30. september
Guðni Th. Jóhannesson: „Með því að óttast má …“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu.
 
14. október
Guðmundur Jónsson: „Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi.“ Um efnahagskreppur á Íslandi og óttann við þær.
 
28. október
Viggó Ásgeirsson: Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan.
 
11. nóvember
Hallfríður Þórarinsdóttir: Júðar, negrar og tataralýður – ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands.
 
25. nóvember
Óttar Guðmundsson: „Best værirðu geymdur á Kleppi!“ Fordómar gegn geðsjúkum á liðinni öld.
9. desember
Kristín Loftsdóttir: Framandi trú og kristnar rætur Íslands: Óttinn við að glata íslenskri menningu í fjölmenningarlegu samfélagi.
     2009 – Hvað er andóf?
20. janúar
Kjartan Ólafsson: Hetjudáð eða hermdarverk?
3. febrúar
Lára Magnúsardóttir: Ótti við andóf veldur andófi og ótta.
17. febrúar
Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni.
3. mars
Jón Ólafsson: Þversögn andófsins.
17. mars
Anna Agnarsdóttir: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?
 
31. mars
Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlandshafsbandalaginu 30. marz.
 
14. apríl
Unnur María Bergsveinsdóttir: „Loksins ertu sexí!“ Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara.
 
28. apríl
Ragnar Aðalsteinsson: Þýðing andófs fyrir lýðræðislega þróun réttarins.

Málstofa um hagsögu – Haustmisseri 2008

Málstofa um hagsögu fer nú aftur af stað eftir sumarfrí og standa að henni sem fyrr gamalgrónar greinar í nýjum skipulagseiningum Háskóla Íslands, sagnfræði (í sagnfræði- og heimspekideild) og hagfræði (í hagfræðideild). Málstofan verður annan hvern miðvikudag í stofu 303 í Árnagarði, kl. 16.00-17:00.

Dagskrá haustmisseris 2008
17. september
HELGI SKÚLI KJARTANSSON: Framboð og eftirspurn eftir heimilum.
Heimilafjöldi og fólksfjöldaþak á Íslandi
1. október
KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR: Lén, lénsmenn og reikningshald lénsmanna frá 16.
öld til 1662
15. október
JÓNAS HARALZ: Forsendur viðreisnar
29. október
GUÐMUNDUR JÓNSSON: Fiskveiðiþjóðir í vanda: Viðbrögð í íslenskum og norskum
sjávarútvegi við kreppunni miklu 1930-1939
12. nóvember
MAGNÚS SVEINN HELGASON: Stöðlun vöru og verslunar. Sænskir samvinnumenn,
kapítalismi og hagræðingarstefnan á millistríðsárunum
26. nóvember
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON: Kjör hinna bágstöddustu á Íslandi í
samanburði við önnur lönd 1995-2004
            Allir velkomnir!

Sigurðar Nordals fyrirlestur – „Fresh light on Þorleifur Repp"

Dr. Andrew Wawn, prófessor við háskólann í Leeds á Englandi, flytur opinberan fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni, sunnudaginn 14. september nk., á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: „Fresh light on Þorleifur Repp.“
Í fyrirlestri sínum mun Andrew Wawn fjalla um áður ókannað efni úr fórum fjölskyldu Þorleifs Repps (1794-1857), tengt ævi og störfum hans á sviðum textafræði, stjórnmála og bókmennta. Andrew mun gera almenna grein fyrir hvers konar efni þetta er og hvaða máli það skiptir. Jafnframt mun hann fjalla um einstök fornvitnileg atriði frá mismundi skeiðum í lífi Þorleifs: óbirt kvæði á íslensku frá yngri árum hans, óbirt brot af þýðingu á fornsögu á ensku og kompu með minnisgreinum og textabrotum á ensku, dönsku og íslensku frá síðari árum hans. Ásamt óbirtum bréfum gefur þetta efni svipmynd af einkalífi þessa skapheita og vonsvikna menntamanns og menningargagnrýnanda.
Allir eru velkomnir.

Andrew Wawn hefur kennt íslensk fræði um árabil við háskólann í Leeds. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að viðtökum á íslenskum fornbókmenntum á 19. öld, m.a. störfum Þorleifs Repps sem Andrew gerði grein fyrir í bókinni: The Anglo Man: Þorleifur Repp, philology and nineteenth century Britain (Reykjavík 1991).
Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritið 1/2008 – Saga og sjálfsmyndir

Út er komið nýtt tölublað Ritsins – Tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema heftisins er Saga og sjálfsmyndir. Í heftinu eru níu greinar sem fjalla hver með sínum hætti um spurningar er varða notkun sögunnar til að móta sjálfsmyndir þjóða, hópa og einstaklinga. Þar að auki er að vanda að finna í heftinu myndaþátt sem einnig hverfist um meginefni þess.

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir ríður á vaðið með grein um stórfellda hagnýtingu klisjunnar í framsetningu íslenskrar sögu með ríkisstyrktum sýningum víða um land. Gagnrýni Önnu beinist að því að yfirvöld séu í raun að breyta sögunni og sjálfsmyndinni í það sem kallað er á erlendum málum kitsch og á fremur heima í minjagripasjoppum en á sýningum sem styrktar eru af almannafé í nafni menningartengdrar ferðaþjónustu.
Sigríður Matthíasdóttir skoðar hvernig hugmyndir manna um „kvenleika“ og „eðli“ kvenna breyttust undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. og greinir hvernig kenningar um frelsi kvenna sem einstaklinga rákust á hversdagslegan veruleika karlmanna þannig að sumir þeirra sem áður studdu aukin mannréttindi kvenna sviku þann málstað þegar til átti að taka. Svanur Kristjánsson rekur þessa sögu andspænis hinum pólitíska bakgrunni og tengir sinnaskipti karlanna við óttann um að missa völdin.
Sverrir Jakobsson tekst á við þá spurningu hvort og hvernig sagnfræði sé mörkuð af fyrirframgefnu fræðilegu viðhorfi eða „kenningum“ og dregur m.a. fram athyglisverðar hliðstæður milli aðferðafræði sagnfræðinga og raunvísindamanna. Guðmundur Jónsson skoðar einnig átökin milli hinnar hefðbundnu, (raun)vísindalegu nálgunar sagnfræðinnar og þeirra kenninga, gamalla og nýrra, sem dregið hafa þessa aðferðafræði í efa. Róbert H. Haraldsson fer síðan vendilega yfir sannleikshugtakið í sagnfræði frá heimspekilegu sjónarhorni.
Einnig er í heftinu tvær merkar greinar eftir þau Joan Scott og Joep Leerssen í íslenskri þýðingu Maríu Bjarkadóttur. Greinar þessar taka einmitt á þeim nýju sjónarhornum sem komið hafa fram í sagnfræði og þjóðernisrannsóknum á síðari árum og snerta þannig mörg viðfangsefni annarra greinarhöfunda í þessu hefti Ritsins.
Myndaþáttur heftisins hefur að geyma myndir eftir Helga Arason (1893-1972). Myndirnar bregða ljósi á líf fjölskyldu í Öræfasveit á fjórða áratug síðustu aldar, eins og fræðast má um í aðfararorðum Sigrúnar Sigurðardóttur að myndaþættinum.
Ritið 1/2008 er 215 bls.
Útgefandi er Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Ritið kemur út þrisvar sinnum á ári. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir að snúa sér til Margrétar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar (mgu@hi.is). Háskólaútgáfan annast dreifingu í verslanir. Ársáskrift kostar kr. 5.900.
Leiðbeinandi útsöluverð einstakra hefta er 2.900 kr.

Strúktúralismi á tímamótum: aldarafmæli Claude Lévi-Strauss – Ráðstefna á vegum Hugvísindastofnunar og Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands

Laugardaginn 6. september fer fram ráðstefna í Hátíðarsal Háskóla Íslands um strúktúralisma í mannvísindum í tilefni af aldarafmæli franska mannfræðingsins Claude Lévi-Strauss. Hann er talinn einn helsti kenningasmiður síðustu aldar. Ráðstefnan er haldin á vegum Hugvísindastofnunar og Mannfræðistofnunar með aðstoð sendiráða Frakklands, Kanada og rektors Háskóla Íslands. Fluttir verða sjö fyrirlestrar. Aðalfyrirlesarar verða Philippe Descola, sem tók við embætti Lévi-Strauss við Collège de France, og Margaret Lock, prófessor við McGill háskóla í Kanada. Flestir fyrirlestranna fara fram á ensku.
Ráðstefnan stendur frá kl. 10:00 til 16:00 og er öllum opin.

Dagskrá
10:00     Setning
10:10     Philippe Descola: “From nature to culture, and back”
11:10      Kaffihlé
11:30      Pétur Gunnarsson: “Regnskógabeltið raunamædda”
11:50      Kristín Lofsdóttir: “Lévi-Strauss’s dualistic categories: Rethinking colonialism and Icelandic identity”
12:10      Gísli Pálsson: “Biosociality: Good to think with?”
12:30      Hádegishlé
14:00       Margret Lock: “Resituating the genetic body: From structure to function”
15:00       Sigurjón B. Hafsteinsson: “Indigenous media and structuralism”
15:20       Torfi H Tulinius: “Reading the Sagas with Claude Lévi-Strauss