Skip to content
Málstofa í hagsögu verður haldin í Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 4. mars. Þá mun Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, halda erindi sem nefnist: Fiskur og siðaskipti.
Málstofan verður haldin í stofu 303 í Árnagarði og hefst kl. 16.00.
Allir velkomnir.
Málstofa í hagsögu verður haldin í Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 4. mars. Þá mun Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, halda erindi sem nefnist: Fiskur og siðaskipti Málstofan er í stofu 303 í Árnagarði og hefst kl. 16.00.
Allir velkomnir.
Fimmta miðaldastofa vetrarins verður haldin nk. fimmtudag. Í fyrirlestri
sínum fjallar Viðar Pálsson um Ágrip, Fagurskinnu og Heimskringlu og rýnir
í þá mynd sem þar er dregin upp af pólitískum samskiptum á 9. og 10. öld.
Miðaldastofa er haldinn í stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Veislur voru snar þáttur í pólitísku umhverfi Noregs á miðöldum, og ófust
inn í vöxt og viðgang konungsvalds og ríkisvalds. Konungasögur virðast
gera ráð fyrir því að veislur hafi frá fyrstu tíð verið mikilvægt,
pólitískt tæki höfðingja, smákonunga og ríkiskonunga í Noregi, en þó er
ekki alltaf gott að sjá hvað höfundar sagnanna eiga nákvæmlega við þegar
þeir tala um eða vísa til veislna, eða hvernig virkni þeirra þróaðist með
gagngerum breytingum á pólitískri umgjörð samfélagsins. Þó má greina allar
meginlínur, og stundum smærri atriði.
Í fyrirlestrinum verður þetta efni tekið til umfjöllunar, og einnig spurt
um vægi þess vitnisburðar sem nefndar heimildir veita um svo fjarlæga
fortíð, og í hverjum atriðum hann sé líklegastur til þess að gefa skakka
mynd og í hverjum rétta.
Viðar Pálsson er MA í sagnfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og
doktorskandídat við sama skóla; hann er einnig stundakennari við MR og HÍ.
Jón Ólafsson heimspekingur flytur erindið „Þversögn andófsins“ á morgun þriðjudaginn 3. mars kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Frjálslynd lýðræðishyggja samtímans gerir ráð fyrir að tjáningarfrelsi séu grundvallarréttindi. Það þýðir að rétturinn til að tjá hverskyns óánægju, andúð eða andstöðu er sjálfsagður hluti stjórnmálaþátttöku og margir taka þátt í stjórnmálum með því að mótmæla eða í þeim tilgangi að láta í ljós andstöðu við ákvarðanir eða fyrirætlanir hins opinbera. Viðbrögð við andófi bera hinsvegar allt öðru sjónarmiði vitni. Þegar rætt er um leiðir og aðferðir til að koma andúð á framfæri kemur í ljós að miklar efasemdir ríkja um flestar aðferðir við andóf og mótmæli og yfirvöld hafa sterka tilhneigingu til að líta svo á að mótmæli séu til marks um að eitthvað hafi farið úr böndunum; mótmæli megi þola að vissu marki, en þó séu í eðli sínu árás á samfélagið. Þannig er staða andófsins í frjálslyndum samfélögum þversagnakennd; það er viðurkenndur hluti af stjórnmálaþátttöku en um leið er það talið sjúkleikamerki.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 flytur Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16.
Fyrirlesturinn nefnist. Flutningur latínuskólanna til Reykjavíkur og
Hólavallarskóli 1786-1804.
Leitað verður svara við nokkrum spurningum varðandi skólana þrjá:
Hvers vegna var tekin ákvörðun um að flytja Skálholtsskóla og Hólaskóla
til Reykjavíkur? Hvernig voru aðstæður í Skálholtsskóla og í Hólaskóla?
Hvaða breytingar urðu á námsefni, skólastarfi og venjum piltanna í Hólavallarskóla?
Hvers vegna tókst ekki að halda Hólavallarskóla nema í 18 ár í Reykjavík?
Allir velkomnir.
Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur flytur erindið „Ótti við andóf veldur andófi og ótta“ þriðjudaginn 17. febrúar kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Í lýsingu á erindinu segir:
Í sögu Vesturlanda var ótti við reiði Guðs lengst af sterkt afl sem hefur ekki aðeins sett svip sinn á líf almennings heldur einnig stjórnmálaþróun og réttarkerfi. Yfirvofandi dómur Guðs á hinsta degi átti þátt í því að veraldarhöfðingjar sættu sig við að deila valdi með kirkjunni, því af honum réðst hverjum yrði úthlutað eilífu lífi. Ekki var hægt að horfa framhjá jafnmikilvægum þætti í lífi hvers manns.
Hugmyndahreyfingar sem stönguðust á við skilning yfirvalda á skipan heimsins voru þannig hættulegar bæði stjórnvöldum og sálum mannanna. Í því skyni að koma í veg fyrir að slíkt andóf næði útbreiðslu voru gerðar breytingar á réttarkerfi kirkjunnar og keisararíkisins kringum aldamótin 1200. Þótt þær teljist enn til einna merkustu úrbóta sem gerðar hafa verið á því sviði og standi enn sem einn af hornsteinum réttarríkis sköpuðu þær jafnframt nýja hættu og ótta sem verður ef til vill enn ekki séð fyrir endann á.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, flytur erindi á málstofu í hagsögu miðvikudaginn 18. febrúar 2009. Erindið nefnist: HUGMYNDIR UM NÝSKÖPUN BÚNAÐARHÁTTA
Málstofan er í stofu 303 í Árnagarði og hefst kl. 16.00
Allir velkomnir!
Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, flytur erindi á málstofu í hagsögu miðvikudaginn 18. febrúar 2009.
Erindið nefnist: HUGMYNDIR UM NÝSKÖPUN BÚNAÐARHÁTTA
Málstofan er í stofu 303 í Árnagarði og hefst kl. 16.00
Allir velkomnir!
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í tilefni þess að á árinu eru liðnar tvær aldir frá valdaskeiði Jörundar hundadagakonungs (Jørgens Jørgensens) á Íslandi í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugardaginn 21. febrúar 2009.
Málþingið hefst kl. 13.30 og um kl. 16.30.
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Réttarstaða Íslands 1809
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst
Jörundur í Íslandssögunni
Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Kaffihlé
Jörundur í skáldskap
Sveinn Einarsson, leiksögu- og bókmenntafræðingur
“Stjórnleysis- og kúgunarástand”. Endurmat á byltingunni 1809
Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.
Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsin.
Félag um átjándu aldar fræði, veffang:
www.akademia.is/18.oldin
Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði: http://bok.hi.is/vefnir
Þann 12 febrúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles
Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans „Uppruni
tegundanna”. Þessum tímamótum verður fagnað á margvíslegan hátt á árinu og
fyrst með málþingi á afmælisdegi Darwins 12. febrúar.
Þingið verður öllum opið og haldið í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132.
Það hefst kl. 16:30 og lýkur 18:30.
Á málþinginu flytur Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur erindið “Darwin, Marx og
spurningin um mannlegt eðli”.
Dagskrá málþingsins:
Ari K. Jónsson (Ph.D) forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
“Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?”
Eyja Margrét Brynjarsdóttir (Ph.D) lektor í heimspeki við Háskóla Íslands
“Að hálfu leyti api enn”
Jón Thoroddsen – Heimspekingur og grunnskólakennari “Er sköpunargáfan
hluti af eðli mannsins?”
Steindór J. Erlingsson (Ph.D) vísindasagnfræðingur “Darwin, Marx og
spurningin um mannlegt eðli”
Skúli Skúlason (Ph.D) Prófessor og rektor Háskólans á Hólum “Maðurinn sem
náttúruvera”
Nánar um daga Darwins 2009, á darwin.hi.is.
Efnið í nýjasta hefti tímaritsins Sögu er bæði fjölbreytt og spennandi. Þar er t.d. fjallað um ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis, Landnámu, Komintern, stjórn Dana á Íslandi, Stasi, glímufélagið Ármann, Viðeyjarklaustur, íslenskar heimildamyndir og gildi munnlegrar sögu.
Lengri greinar eru fjórar. Fyrst má nefna að Auður A. Ólafsdóttir fjallar um nýlega ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis og hvernig myndlistarmenn hafa tekist á við þá ímynd af Íslandi sem hvað mest hefur verið haldið á lofti í tengslum við fjármálaútrás síðustu ára. Þá greinir Björn Ægir Norðfjörð heimildagildi og viðfangsefni nýlegra íslenskra heimildamynda. Hann telur að myndirnar sýni ekki þverskurð af samfélaginu og að aðferðafræðilega einkennist þær af einsleitni. Í þriðja lagi fjallar Þór Whitehead um aðdragandann að stofnun Sósíalistaflokksins árið 1938. Hann gagnrýnir nýlega greiningu Jóns Ólafssonar í Sögu á hlut Alþjóðasambands kommúnista, Kominterns, og færir rök fyrir því að stofnun flokksins hafi verið eftir skilyrðum sambandsins. Loks fjalla Birgir Guðmundsson og Markus Meckl um Ísland og Íslendinga í skjölum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi. Þeir ræða m.a. um hvað beri að varast í notkun skjalanna; þau sýni tortímingarmátt Stasi um leið og þau dragi upp mynd af sýndarveruleika.
Viðhorfsgreinar eru fjórar. Gunnar Karlsson veltir því fyrir sér hvort aldalöng yfirráð Dana yfir Íslandi hafi verið böl eða blessun fyrir Íslendinga. Niðurstaða hans er sú að Íslendingar hafi almennt farið frekar vel út úr samskiptunum við Dani. Í öðru lagi sýnir Jón M. Ívarsson fram á að glímufélagið Ármann sé töluvert yngra en talið hefur verið. Þá fjallar Sveinbjörn Rafnsson um heimildagildi Landnámu. M.a. nefnir hann skilning óbyggðanefndar á frumstofnun eignarréttar og færir rök fyrir því að sá skilningur komi ekki að öllu leyti heim við sögulegar heimildir. Loks veltir Þórir Stephensen fyrir sér mikilvægi Viðeyjar sem sögustaðar og færir rök fyrir því að nauðsynlegt sé að halda áfram fornleifarannsóknum í eynni.
Þá er tvíþætt umfjöllun um munnlega sögu. Annars vegar er viðtal Unnar Maríu Bergsveinsdóttur við einn þekktasta forvígismann Finna á þessu sviði, Ulla-Maija Peltonen. Hins vegar ræðir Birna Björnsdóttir um hvernig nýta megi munnlega sögu til að kveikja áhuga nemenda á sögunni og vekja þá til umhugsunar um hvernig saga kennslubókanna verði til.
Í sjónrýnisbálknum ræðir Þórarinn Guðnason um Samuel Kadorian og fágætar ljósmyndir hans frá Íslandi, sem Kvikmyndasafn Íslands eignaðist fyrir skömmu. Hugleiðinguna ritar Guðni Th. Jóhannesson og veltir hann fyrir sér stöðu íslenskrar sagnfræði. Út úr skjalaskápnum dregur síðan Hrafnkell Lárusson fram handskrifaða lækningabók úr Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Loks má nefna að ritdómar og ritfregnir eru á sínum stað.
Ritstjórar Sögu eru Eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson.
Nánari upplýsingar um heftið er að finna á vefsíðu Sögufélags: http://www.sogufelag.is
Minjasafn Reykjavíkur efnir til fyrirlestraraðar um upphaf þéttbýlis í Reykjavík á 18. öld, á Landnámssýningunni Aðalstræti 16, 27. janúar til 7. apríl 2009.
Dagskrá
Stefán Örn Stefánsson arkitekt hefur leikinn þriðjudaginn 27. janúar kl.
17 og talar um Innréttingahúsin í Aðalstræti.
Þriðjudagur 10. febrúar kl. 17: Sjúkdómar og lækningar. Jón Ólafur Ísberg
sagnfræðingur
Þriðjudagur 24. febrúar kl. 17: Flutningur latínuskólanna til Reykjavíkur
og Hólavallarskóli 1786-1804. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur
Þriðjudagur 10. mars kl. 17: Kirkjan nemur land. Hjalti Hugason
guðfræðiprófessor
Þriðjudagur 24. mars kl. 17: Vefsmiðjur Innréttinganna við fyrstu götu
bæjarins. Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur
Þriðjudagur 7. apríl kl. 17: Vefnaður og litun í vefsmiðju Innréttinganna.
Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.