Skip to content
Halldór Bjarnason, aðjunkt í sagnfræði, lést 9. janúar 2010, fimmtugur að aldri. Halldór var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands með hléum frá 1990 og tók við starfi sem aðjunkt í sagnfræði 1. júlí 2007. Hann var einstaklega áhugasamur kennari og afar vel metinn jafnt af nemendum sem samstarfsfólki. Nemendur Halldórs eiga veg og vanda að skipulagningu minningarráðstefnu um hann, sem haldin verður 27. mars í stofu 201 í Árnagarði, kl. 13-16.
Dagskrá
13:00 Ráðstefnan sett
13:05 Helgi Þorláksson prófessor minnist Halldórs Bjarnasonar
13:15 „Skólahald á Íslandi á 19.öld – Kvennaskólaævintýrið“ Alma Sigrún
Sigurgeirsdóttir nemi
13:45 „Hvernig Staple kenningin útskýrir það sem framboð-eftirspurn lögmálið
getur ekki“ Rúnar Már Þráinsson nemi, Ólöf Vignisdóttir nemi
14:15 Kaffihlé
14:45 „Hvað á að gera við heiðingjana? -viðhorf og stefna Spánverja gagnvart
íbúum Nýja Heimsins-“ Ragnhildur Hólmgeirsdóttir nemi
15:15 Pallborðsumræður: „Ísland: Hjálenda eða nýlenda?”
16:00 Ráðstefnulok
Fyrir hönd nemenda Halldórs,
Óli Már Hrólfsson
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 26. janúar kl. 12:00-13:00 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
Guðni Th Jóhannesson, sagnfræðingur og lektor í laga- og viðskiptadeild HR mun þar, líkt og stendur í tilkynningu, rekja sögu landráða á Íslandi og í því ljósi leggja mat sitt á landráðatal síðustu mánuða.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Um erindi Guðna segir í tilkynningu:
Óðara eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um þvíkíka glæpi eða gáleysi að landráðum líktist. Er þetta rétt og hvað eru landráð? Í erindinu verður saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða.
Fundarstjóri: Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild HR
Að fundinum loknum verða almennar umræður.
Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 20 í húsnæði Sögufélags, Fischersundi 3.
Á fundinum verða ræddar og gagnrýndar nokkrar nýlegar ævisögur.
20.00 Vigdís. Kona verður forseti eftir Pál Valsson. Erla Hulda Halldórsdóttir gagnrýnir.
20:30 Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason. Sigrún Sigurðardóttir gagnrýnir.
21: 00 Hlé
21:15 Snorri. Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241 eftir Óskar Guðmundsson. Helgi Þorláksson gagnrýnir.
21:45 ÞÞ í forheimskunarlandi eftir Pétur Gunnarsson. Soffía Auður Birgisdóttir gagnrýnir.
Hvert erindi verður u.þ.b. 15 mínútur að lengd og er gert ráð fyrir ca. 15 mínútna umræðum að loknu hverju þeirra.
Léttar veitingar verða til sölu á vægu verði.
Fimmtudaginn 7. janúar 2010 klukkan 20:00 verða flutt tvö erindi í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði 8 Reykjavík.
Að varðveita söguna við sjóinn. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur segir frá nokkrum þáttum sem hafa áhrif á varðveislu sögustaða og söguminja við ströndina í Sveitarfélaginu Álftanesi.
Selur í sjó: Selir, fuglar og sjálfbær þróun er það sem fyrst kemur í hugann þegar hugsað er til Selasetur Íslands á Hvammstanga. Á innan við fimm árum hefur Selasetrinu tekist að skapa sér sess í sem mjög svo áhugaverður viðkomustaður sem byggir á því að nýta auðlindir náttúru og samfélags með þeim hætti að komandi kynslóðior fái notið þeirra. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri segir frá starfsemi setursins.
Fimmtudagurinn 7. janúar 2010 klukkan 20:00
Að varðveita söguna við sjóinn. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur segir frá nokkrum þáttum sem hafa áhrif á varðveislu sögustaða og söguminja við ströndina í Sveitarfélaginu Álftanesi.
Selur í sjó
Selir, fuglar og sjálfbær þróun er það sem fyrst kemur í hugann þegar hugsað er til Selasetur Íslands á Hvammstanga. Á innan við fimm árum hefur Selasetrinu tekist að skapa sér sess í sem mjög svo áhugaverður viðkomustaður sem byggir á því að nýta auðlindir náttúru og samfélags með þeim hætti að komandi kynslóðior fái notið þeirra. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri segir frá starfsemi setursins.
Staður og stund: Sjóminjasafnið Víkin
Grandagarði 8
101 Reykjavík
Guðmundur Hálfdánarson prófessor flytur erindið Er íslenskt fullveldi í kreppu? þriðjudaginn 1. desember kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina Hvað er kreppa?
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis
Í lýsingu á erindinu segir:
Allt frá því að fullveldi íslensku þjóðarinnar var formlega viðurkennt með gildistöku sambandslaga Íslands og Danmerkur hinn 1. desember 1918
hefur óttinn við að þjóðin glataði því aftur verið áberandi í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þar hefur helst verið bent á meinta erlenda ásælni,
hvort sem hún hefur birst í útþenslustefnu stórveldanna í kalda stríðinu, fjárfestingum auðhringa í íslensku efnahagslífi, áskorunum um þátttöku Íslands
í alþjóðlegum stofnunum eða ríkjasamböndum, o.s.frv. Nú rúmu ári eftir hrun íslenska fjármálakerfisins virðist fullveldi landsins enn vera ógnað,
enda þarf ríkisstjórn Íslands að fylgja erlendum fyrirmælum um gerð fjárlaga og nokkur vafi leikur á að þjóðin geti staðið undir skuldbindingum sínum í framtíðinni.
Hvernig stendur á því að svo er komið fyrir þjóðinni og hvaða líkur eru á því að þjóðin muni endurheimta fjárhagslegt fullveldi sitt að kreppunni yfirstaðinni?
Sunnudaginn 29. nóvember 2009 veitir Sagnfræði- og heimspekideild á
Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ólafíu Einarsdóttur, dósent emeritus við
Háskólann í Kaupmannahöfn, doktorsnafnbót í heiðursskyni.
Athöfnin verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands, í Aðalbyggingu, og hefst kl.
13:30.
Dagskrá:
Eggert Þór Bernharðsson, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar: Ávarp.
Steinunn J. Kristjánsdóttir, dósent: Fornleifafræðingurinn Ólafía
Einarsdóttir.
Sveinbjörn Rafnsson, prófessor: Tíminn og forn íslensk sagnaritun.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus: Viðbrögð Íslendinga við Studier i
kronologisk metode.
Helgi Þorláksson, prófessor: Ólafía Einarsdóttir og norsk miðaldasagnfræði.
Veiting doktorsnafnbótar í heiðursskyni.
Ólafía Einarsdóttir, dósent emeritus: Ávarp.
Athöfninni stjórnar Eggert Þór Bernharðsson, forseti Sagnfræði- og
heimspekideildar.
ReykjavíkurAkademían efnir til síðdegisumræðu í dag, fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl. 16-18.
Lengi hefur staðið styrr um kenningar sem verulega hafa hróflað við viðteknum hugmyndum um upphaf landnáms á Íslandi. Þessar kenningar hafa verið settar fram á grunni aldursgreiningar á kolefni, svokallaðrar C14 aðferðar. Nýlega birtist grein í Skírni eftir Pál Theódórsson eðlisfræðing þar sem hann heldur þessum hugmyndum á lofti og vakti hún nokkra athygli fjölmiðla og andmæli fræðimanna.
Kenningar um landnám Íslands, upphaf þess og framvindu byggjast á samleik margra fræðigreina. Enn virðist þó ekki vera almenn samstaða um hvernig nota beri C14 aðferðina í þessu samhengi.
Því blæs ReykjavíkurAkademían til umræðufundar um efnið í von um að bregða megi ljósi á vandann og leita leiða til að stilla saman krafta ólíkra fræðigreina.
Dagskrá:
Páll Theódórsson eðlisfræðingur heldur erindi um kenningar sínar.
Eftirtaldir bregðast stuttlega við erindi hans:
Árný Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur
Kristján Mímisson fornleifafræðingur
Viðar Pálsson sagnfræðingur
Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur.
Eftir kaffihlé sitja frummælendur í pallborði og er vonast eftir líflegum og málefnalegum umæðum með þátttöku gesta.
Þriðja og síðasta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri verður haldið næstkomandi fimmtudag, 26. nóvember, kl. 20 í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Þar flytur Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrirlestur sem hún nefnir Yppurstu persónur landsins: um ættartölurit frá 17. öld.
Léttar jólaveitingar í boði að loknum fyrirlestri.
Allir eru velkomnir.
Höfundur lýsir erindi sínu á þessa leið:
„Áttvísi eða mannfræði hefir verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta form sagnfræðiiðkana meðal þjóða. Í fornnorrænum samfélögum gegndi ættfræði ákveðnu hlutverki þar sem skylda hvers bjargálna manns var að framfæra ósjálfbjarga nákomna ættingja sína og hefna fyrir þá ef þeir urðu vopndauðir. Eftir því sem samfélög þróuðust og ákveðnar ættir efldust að völdum og eignum varð þeim meiri nauðsyn á að þekkja ætt sína með það að markmiði að halda eignum og völdum innan ættar. Ættfræðiáhugi jókst mjög í Norðurálfu á 15. og 16. öld og varð Þýskaland hið eiginlega heimaland ættfræðirannsókna. Rit um konunga- og aðalsættir voru prentuð þar og í nágrannalöndunum. Meðal íslenskra menntamanna 17. aldar óx mjög áhugi á uppskriftum fornrita og jafnframt var skrifaður fróðleikur um ættir og niðja helstu embættis- og eignamanna landsins. Fjöldi slíkra ættartölurita er til í íslenskum handritum og er eitt hið veigamesta Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal. Það kom út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um veturnætur 2008. Efni safnritsins hverfist um kynkvíslir jarðeigandi embættismanna og ríkisbænda landsins á 17. öld og með fylgja smásögur sem bregða lífi og lit yfir land og fólk á liðnum öldum. Í erindinu verður fjallað um þetta rit, tilurð þess, inntak og varðveislu.“
Guðmundur Jónsson prófessor flytur erindið Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi á morgun 17. nóvember kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina Hvað er kreppa?
Allir velkomnir.
Í lýsingu á erindinu segir
Ísland er hvikult land ekki aðeins í jarðfræðilegum skilningi heldur einnig efnahagslegum. Hér hafa hagsveiflur verið tíðari og öfgafyllri en í flestum ríkjum Evrópu amk. síðan á 19. öld og hafa þær oft leitt til snöggra breytinga á lífskjörum almennings. Í erindinu er leitast við að svara þeirri spurningu hvaða afleiðingar þessi efnahagslegi óstöðugleiki hefur haft á þróun velferðarríkisins á Íslandi.
Sumir fræðimenn halda því fram að lönd með opin hagkerfi búi við meiri óstöðugleika en önnur og hafi því almenningur þrýst á stjórnvöld um að koma á sterku félagslegu öryggisneti. Þannig megi skýra hin öflugu velferðarríki Norðurlanda. Ætli þessi kenning eigi við um Ísland? Eða hefur óstöðugleikinn verið svo mikill á Íslandi að hann hafi leitt til hins gagnstæða: hindrað að hér festist í sessi jafnvíðtækt velferðarkerfi og annars staðar á Norðurlöndum – velferðarkerfi sem byggist á almennum félagslegum og efnahagslegum réttindum?
Hér með tilkynnist að Jörundarþing, til að heiðra minningu Jörgens Jörgensen og 200 ára afmæli byltingarinnar 1809, verður haldið laugardaginn 21. nóvember 2009 í Odda 101 og hefst kl. 13:30.
Yfirskrift ráðstefnunnnar er:
Jörgen Jörgensen: Bíræfinn sólargapi eða lýðræðishetja?
Fjórir fyrirlestrar verða haldnir:
Óli Már Hróarsson:
“Auðvirðulegur flagari”. Viðhorf Íslendinga til hundadagakonungs.
Sarah Bakewell:
“We, Jorgen Jorgensen”: the many selves and countries of Iceland’s Dog-Day Revolutionary.
Jörn Dyrholm:
The Danish Connection.
Anna Agnarsdóttir:
Jörgen Jörgensen verndari Íslands.
Pallborðsumræður: Þátttakendur
Gunnar Karlsson professor emeritus, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir sagnfræðinemi.
Nánar auglýst síðar en takið frá daginn.
F.h. undirbúningsnefndar
Anna Agnarsdóttir