Alþjóðlegur sumarskóli fyrir doktorsnema

Dagana 15.–20. ágúst stendur yfir alþjóðlegur sumarskóli fyrir doktorsnema á Hótel Örk í Hveragerði með yfirskriftinni State, society & citizen. Cross-disciplinary perspectives on welfare state development. Norrænu öndvegissetrin NORDWEL og REASESS standa að sumarskólanum í samstarfi við Háskóla Íslands sem er aðili að báðum setrunum.
Sumarskólann sækja 30 doktorsnemar víða að úr heiminum, þar af tveir Íslendingar, en kennarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum félagsmála, velferðarmála og í sögu velferðarríkisins. Auk þess að hlýða á fyrirlestra kennara kynna nemendur rannsóknir sínar með erindum og veggspjöldum.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði og Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði eru fulltrúar Háskólans í undirbúningsnefnd sumarskólans. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Ingunn Eyþórsdóttir í Félagsvísindastofnun annast skipulagningu fyrir hönd Háskólans.
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *