Söguslóðir Háskóla Íslands fyrstu 50 árin

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands laugardaginn 25. maí. Farið verður á staði þar sem Háskóli Íslands starfaði og ráðgert var á fyrstu árum hans að ný háskólabygging myndi rísa. Lagt verður af stað frá Alþingishúsinu við Austurvöll kl. 11.
Gangan er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um gönguferðir undir yfirskriftinniMeð fróðleik í fararnesti. Samstarfið hófst á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess.
Ferðirnar verða sex í ár, þátttaka í þeim er ókeypis og allir eru velkomnir.

Næstu ferðir:
8. júní kl. 10 – Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Sigrún Helgadóttir rithöfundur leiða gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar.
31. ágúst kl. 11 – Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiðir sveppaferð í Heiðmörk í samvinnu við fararstjóra Ferðafélags Íslands.
21. september kl. 11 – Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur leiða gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið.

Leave a Reply