Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 5. mars mun Anna Lísa Rúnarsdóttir sviðsstjóri á rannsókna-og varðveislusviði Þjóðminjasafns flytja fyrirlestur í tengslum við sýninguna Bak við tjöldin – safn verður til sem nú stendur yfir á 3. hæð safnsins.
Anna Lísa fjallar um samvinnu Þjóðminjasafns við nemendur í safnafræði við Háskóla Íslands en hún var ein af leiðbeinendum námskeiðs sem fól í sér að móta hugmynd að sýningu í tilefni 150 ára afmælis safnsins. Þá mun Anna Lísa mun fjalla um hugmyndir nemenda og handritsgerð og hvernig starfsfólk Þjóðminjasafns vann sýningu sem byggir á handriti.  Að loknum fyrirlestri geta gestir skoðað sýninguna sjálfa.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12, er ókeypis og allir velkomnir.

Leave a Reply