Gísli Gunnarsson: Fiskurinn sem munkunum þótti bestur

Í bókinni Fiskurinn sem munkunum þótti bestur. Íslenska skreiðin á framandi slóðum 1600-1800 er fjallað um lítt þekktan en mikilvægan þátt í hagsögu Íslands: verslun með íslensku skreiðina á erlendum mörkuðum á 17. og 18. öld.

Skreið var helsta útflutningsvara Íslendinga um aldir og eftirsótt víða á meginlandi Evrópu. Ferill skreiðarinnar er rakinn allt frá veiðum og vinnslu á Íslandi til kaupenda á meginlandinu. Greint er frá mörkuðum, flutningum og fljótaleiðum í Þýskalandi. Höfundur fjallar ítarlega um stjórnmál og verslun-armál Hamborgar enda voru kaupmenn þar umsvifamiklir í verslun með íslenska skreið.
Gísli Gunnarsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk MA-prófi í sagnfræði og hagfræði frá Háskólanum í Edinborg í Skotlandi 1961 og doktorsprófi frá hagsögudeildinni í Lundi í Svíþjóð 1983. Gísli hefur samið fjölda ritverka, þekktast þeirra er Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602–1787 sem út kom 1987.
Fiskurinn sem munkunum þótti bestur er 38. bindi í Ritsafni Sagnfræðistofnunar. Ritstjóri ritraðarinnar er Guðmundur Jónsson.