Söguganga um Þingvöll

Laugardaginn 18. október kl. 11 mun Einar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi
þjóðgarðsins fjalla um Þingvelli í síðari heimsstyrjöldinni. Einar mun rekja sögu bandaríska hermannsins Charlie Frame sem dvaldi í Camp Cornell á Þingvöllum auk þess sem minjar hernámsliðsins þar verða skoðaðar. Gangan hefst kl. 11 við fræðslumiðstöðina á Þingvöllum.
Allir eru velkomnir í gönguna.

Sögufélag Árnesinga hefur vetarstarfs sitt með þessari göngu á Þingvöllum. Það
heldur áfram fimmtudaginn 13. nóvember næstkomandi með fræðslufundi í
Húsinu á Eyrarbakka í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga. Á Þorra og Góu
verða frekari fræðslufundir. Verða þeir auglýstir síðar.