Dagskrá vitafélagsins 5. október

Mega bátar rugga?


Lífið í sjávarþorpi fyrir og eftir kvóta.


Á fyrsta fræðslukvöldi vetrarins fjallar Linda María Ásgeirsdóttir frá Hrísey um breytingar á byggð og mannlífi sl. 30 ár í tengslum við breytta sjávarútvegsstefnu. Linda María ólst upp í Hrísey fyrir tilurð kvótakefisins, en eftir skólasetu og vinnu í öðrum byggðarlögum landsins er hún aftur sest að í Hrísey þar sem atvinna og mannlíf hefur tekið miklum breytingum.


Mega bátar rugga? Myndmál, menning og mannréttindi í umræðunni um fisk og fólk á Íslandi.
Fiskveiðar eru undirstöðuatvinnuvegur Íslendinga og mótandi afl í samfélagi, sögu, menningu og stjórnmálum þjóðarinnar. Efnahagshrunið 2008 skerpti vitund almennings um mikilvægi fiskveiða og kynti undir umræðum um framtíðar fyrirkomulag við stjórnun þeirra. Í erindi sínu fjallar Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar um nokkur megin stef í þessari umræðu og nýtir til þess sjónarhorn mannfræðinnar og niðurstöður rannsókna sem fjallað hafa um eignarrétt, einkavæðingu og afgirðingu auðlinda í almannaeigu, einnig um hvernig mannréttindi og félagslegt réttlæti hafa í auknum mæli tengst umræðunni, og svo um sérstakt hlutverk hagfræðikenninga og hnattrænnar pólitískrar hugmyndafræði markaðsvæðingar og hagræðingar í stjórnun fiskveiða.


Staður og stund: Víkin – sjóminjasafn, Grandagarði, 101 Reykjavík.


Miðvikudagskvöldið 5. október kl. 20:00