Coca-Cola and C. Wright Mills. Americanisation in the Era of the Danish Welfare Society, ca. 1945–1970

Klaus Petersen, prófessor í samtímasögu við Syddansk Universitet, heldur fyrirlestur á vegum Sagnfræðistofnunar H.Í. fimmtudaginn 3. september sem nefnist: Coca-Cola and C. Wright Mills. Americanisation in the Era of the Danish Welfare Society, ca. 1945–1970.
Fyrirlesturinn hefst kl. 15.00 í stofu 201 í Odda og er opinn öllum.

Lýsing: Velferðarríki Norðurlanda hafa mótast bæði af innri þróun hvers ríkis og alþjóðlegum öflum enda er þeim jafnan lýst sem „litlum, opnum hagkerfum“. Þetta kallar á „yfirþjóðlega“ (transnational) nálgun við sögulega greiningu á norrænu samfélögunum þar sem skoðað er hvernig þjóðríkið mótast af samspili innlendra og erlendra áhrifa. Í fyrirlestrinum mun Klaus Petersen fjalla um bandarísk menningar-, stjórnmála- og efnahagsáhrif á danskt samfélag eftir síðari heimsstyrjöldina. Þau birtust ekki aðeins í eftiröpun á Coca Cola, Elvis Presley og öðru úr neyslumenningu Bandaríkjanna heldur einnig í vísindum, skynsemishyggju og jafnvel stjórnmála- og velferðarhugmyndum.
 
Klaus Petersen er prófessor í samtímasögu við Syddansk Universitet og forstöðumaður Center for Velfærdsstatsforskning í Óðinsvéum í Danmörku. Hann hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum og veitir nú forstöðu norræna öndvegissetrinu Nordwel. The Nordic Welfare State – Historical Foundations and Future Challenges. Klaus Petersen hefur rannasakað og ritað m.a. um danska verkalýðssögu, ameríkaníseringu og danska húsgagnahönnun. Meðal nýlegra útgáfuverka hans eru The Politics of Age. Basic Pension Systems in a Historical and Comparative Perspective (Peter Lang 2009) og Transnationale historier (Syddansk Universitetsforlag 2009).