Meistara- og doktorsdagurinn 29. október í Aðalbyggingu

Minnum á meistara- og doktorsdaginn sem haldinn verður föstudaginn 29. október n.k.

Sjá heildardagskrá á www.hug.hi.is
 
V – SAGNFRÆÐI
AÐALBYGGING, STOFA 207 – KL. 15.00 – 17.00
Málstofustjóri: Ólafur Rastrick, doktorsnemi
15.00 – Sigurður E. Guðmundsson, doktorsnemi í sagnfræði: Vökulögin: ,,mesti sigur,
sem enn hefur verið unninn í pólitískri baráttu…”
15.20 – Vilhelm Vilhelmsson, MA-nemi í sagnfræði: Vestur-íslenskir róttæklingar:
áhrif róttækra hugmyndastefna meðal Íslendinga í Vesturheimi og tengsl þeirra við
grasrótarhreyfingar ca. 1880-1920
15.40 – Sigurgeir Guðjónsson, doktorsnemi í sagnfræði: Saga geðveikra og
geðheilbrigðismál á Íslandi árin 1834-1910
16.00 – Skafti Ingimarsson, doktorsnemi í sagnfræði: Upphaf og þróun
kommúnistahreyfingar á Íslandi
16.20 – Sveinn H Bragason, doktorsnemi í sagnfræði: Hvaða áhrif og breytingar á urðu
á daglegu lífi og stjórnmálum á dönsku Vestur India eyjum vegna yfirtöku Breta á
eyjunum 1801-1802 og 1807 -1815

Samtímaatburðir og saga læknisfræðinnar

Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Læknadeild Háskóla Íslands
efna til málstofu í tilefni af 100 ára afmæli Læknadeildar HÍ
laugardaginn 30. október kl. 14.00. í Hátíðasal Háskóla Ísland
Sérstakur gestur fundarins er norski prófessorinn Öivind Larsen en koma hans tengist árlegum Egils Snorrasonar fyrirlestri á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.

Dagskrá:

  • Setning
    Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar  
  • Ávarp
    Guðmundur Þorgeirsson prófessor, deildarforseti læknadeildar HÍ
     
  • Contemporary medical history – projects, methods, and outcomes
    Öivind Larsen prófessor frá Noregi
     
  • Kreppur og heilsa
    Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ
     
  • Siðferðilegar afleiðingar hrunsins
    Vilhjálmur Árnason prófessor
     
  • Lokaorð og umræður  
  • Kaffiveitingar

Fundarstjóri:  Óttar Guðmundsson
Allir velkomnir

100 ára afmæli örnefnasöfnunar á Íslandi

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að örnefnaskráning hófst verður haldið málþing um örnefni laugardaginn 30. október. Þingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan tíu, dagskránni lýkur klukkan hálf fjögur. Starfsmenn nafnfræðisviðs stofnunarinnar annast undirbúning þingsins.

Dagskrá
Þingsetning og erindi 10:00–11:10

  • Guðrún Nordal: Ávarp
  • Katrín Jakobsdóttir: Setning
  • Þórhallur Vilmundarson: Um gildi örnefnasöfnunar
  • Kristborg Þórsdóttir: Hlutverk örnefna í fornleifaskráningu

Umræður
Kaffihlé 11:10–11:30
Erindi 11:30–12:20

  • Gunnar Örn Hannesson: Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands, frumheimildir um örnefni
  • Bjarni Harðarson: Örnefni og sögur

Umræður
Hádegishlé 12:20–13:20
Erindi 13:20–14:40

  • Eydís Líndal Finnbogadóttir: Örnefni og kortagerð hjá Landmælingum Íslands
  • Haukur Jóhannesson: Örnefni og jarðfræði
  • Hjörleifur Guttormsson: Örnefnaskrár, nýting í landlýsingum og brotalamir

Umræður
Kaffihlé 14:40–15:00
Erindi 15:00–16:00

  • Svavar Sigmundsson: Aldur örnefna
  • Pétur Gunnarsson: Að yrkja í landið

Umræður

Þjóðháttasöfnun í hálfa öld

Fimmtudaginn 28. október verður efnt til málþings í tilefni þess að
þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands hefur nú staðið í hálfa öld.
Málþingið hefst kl. 16 í fyrirlestrasal safnsins. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.

Í tilefni af 100 ára afmæli Þjóðminjasafnsins 1963 ákvað ríkisstjórnin að
stofnuð yrði sérstök þjóðháttadeild við safnið með fullu stöðugildi.
Deildin tók til starfa í byrjun árs 1964 en fyrsti starfsmaður hennar var
Þór Magnússon, síðar þjóðminjavörður. Hin nýja deild varð mikil
vítamínssprauta fyrir þjóðháttasöfnunina og stuðlaði jafnframt að auknum
rannsóknum á sínu sviði.
Upp úr 1980 færðist áherslan smám saman yfir á síðari hluta 20. aldar og á
samtímann að verulegu leyti. Margar spurningaskrár hafa þannig komið bæði
inn á nútíð og breytingar síðustu áratuga, en sumar fjalla eingöngu um
samtímann. Viðfangsefni síðustu 25 ára hafa verið fjölbreytileg og spanna
marga þætti þjóðlífsins. Sem dæmi má nefna þvotta, lestur og skrift, bíla,
ljósmyndun, hernámsárin, aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar, alþýðleg
læknisráð, stúdentalíf og fiskvinnu. Þá hefur samstarf verið við fræðimenn
utan Þjóðminjasafnsins og aðrar stofnanir um ýmis verkefni. Spurningaskrá
sú sem síðast var send út ber heitið Kreppan, hrunið og búsáhaldabyltingin
. Næsta skrá fjallar um útsjónarsemi og nýtni á íslenskum heimilum.
Dagskrá málþingsins:
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið og annast
jafnframt fundarstjórn.
Ágúst Ólafur Georgsson fagstjóri þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands:
Þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands í hálfa öld. Yfirlit um það sem
áunnist hefur og helstu áherslur.
Hjalti Hugason prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands: Í
fyrirlestrinum verða rannsóknir höfundar á íslenskum trúarháttum ræddar en
afrakstur þeirra birtist m.a. í 5. bindi Íslenskrar þjóðmenningar (Rvík,
1988). Einnig verður fjallað um möguleika og takmarkanir gagnasafns
Þjóðháttadeildar.
Kaffihlé
Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur, rannsóknarstöðu Kristjáns
Eldjárns: „Vitnisburðir og játningar í lífi fólks á liðnum öldum”. Rætt
verður um hvernig menningin mótar hugmyndir fólks um sjálft sig og hvaða
áhrif sú virkni hefur á heimildirnar um manninn. Horft verður til óvæntrar
áttar í leit að fyrirmyndum fyrir sjálfsskilning fólks á fyrri tíð. Spurt
verður hvernig þær hafa haft áhrif á ómetanlegar heimildir Þjóðháttasafns
Þjóðminjasafns Íslands og aðrar persónulegar frásagnir.
Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur og verkefnisstjóri hjá Málstöð um
munnlega sögu: „Alþýðlegar veðurspár og veðurþekking“. Erindið fjallar um
MA-rannsókn Eiríks á alþýðlegum veðurspám og veðurþekkingu Íslendinga sem
unnin var árið 2009 og styrkt af Þjóðminjasafni Íslands og Rannsóknarsjóði
Háskóla Íslands. Þar var send út spurningaskrá á vegum Þjóðháttasafnsins
og að auki tekin viðtöl við einstaklinga. Eiríkur fjallar um þessa vinnu,
aðkomu sína og tengsl við Þjóðháttasafnið og að auki gagnsemi heimilda
þjóðháttasafnsins í rannsóknum samtímans.
Pallborðsumræður þar sem fyrirlesarar sitja fyrir svörum.
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson fagstjóri þjóðhátta við
Þjóðminjasafn Íslands, agust@thjodminjasafn.is/s. 530 2200.

Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands – Hvað má? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun.

Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands í fyrirlestraröðinni: Hvað eru lög?
Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
Staður: Þjóðminjasafn Íslands, Athugið að fyrirlesturinn verður fluttur á 2hæð
safnsins!!
Stund: Þriðjudaginn 26 október frá 12:05 til 13:00
Aðgangur ókeypis og öllum opinn

Oft kemur fyrir að ævisögur valda illdeilum, jafnvel svo úr þurfi að
skera fyrir dómi. Í erindinu verður rætt um álitamál sem geta vaknað
þegar einstaklingur segir ævisögu sína eða fær annan til að gera það
fyrir sig, og ekki síður þegar einhver ákveður að segja ævisögu annars
manns í óþökk hans eða ættingja hans. Hvað má? Þannig hljómar
meginspurningin sem glímt verður við. Önnur spurning, sem er í raun eins
veigamikil, kemur þó um leið fram á varirnar: Segir hver?
Guðni Th. Jóhannesson er doktor í sagnfræði frá Queen Mary, University
of London. Hann stundar ritstörf og rannsóknir í ReykjavíkurAkademíunni,
var áður lektor við Háskólann í Reykjavík og þar áður stundakennari og
styrkþegi Rannís við Háskóla Íslands.

Ráðstefna um Kirkjur Íslands

Í tilefni af útkomu tveggja nýrra binda af Kirkjum Íslands verður haldin ráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 24. september kl. 13:15-15:00. Flutt verða sjö stutt erindi.

Þorsteinn Gunnarsson arkitekt lýsir markmiðum útgáfunnar og umfjöllunarefni, Jón Torfason skjalavörður segir frá heimildum um kirkjur og kirkjugripi á Þjóðskjalasafni Íslands, Björk Ingimundardóttir skjalavörður flytur óformlegt spjall um Borgarfjörð og Borgfirðinga, Sigríður Björk Jónsdóttir listfræðingur flytur erindi um kirkjur og kirkjusmiði í Borgarfjarðarprófastsdæmi, Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns, flytur erindi um gripi og áhöld í kirkjum í Borgarfirði og á Mýrum, Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands segir frá Reykholtskirkju og áhrifum dómkirkjunnar í Reykjavík og Gunnar Bollason, verkefnisstjóri kirkjuminja hjá Fornleifavernd ríkisins, spjallar um borgfirsk minningarmörk. Ráðstefnustjóri er Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. Út eru komin 14 bindi en áætlað er að árið 2015, þegar útgáfunni lýkur, verði þau orðin 26. Útgefendur eru Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Keltnesk trúarhugsun á vesturvegi

Þriðjudaginn 19. október flytur sr. Gunnþór Ingason fyrirlestur í
Snorrastofu, sem hann nefnir, „Keltnesk trúarhugsun á vesturvegi“. Þetta er
annar fyrirlestur vetrarins í röð fyrirlestra í héraði á vegum Snorrastofu

Í fyrirlestrinum fjallar sr. Gunnþór um grunnforsendur, þankagang og mótun
keltneskrar kristni og rekur útbreiðslu hennar og minjar hér á landi og
víðar um hinn vestræna heim. Á Íslandi finnast óræk vitni um veru keltneskra
manna við upphaf kristni og í fyrirlestrinum verður meðal annars fjallað um
sambýli þeirra við íslenska þjóð á mótunarárum hennar.
Sr. Gunnþór Ingason er Austfirðingur, fæddur 1948 á Norðfirði og ólst upp á
Seyðisfirði. Hann vígðist fyrst til Suðureyrar árið 1976 en þjónaði lengst í
Hafnarfirði eða í 32 ár. Hann er nú sérþjónustuprestur á sviði helgihalds og
þjóðmenningar.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og í hléi er boðið upp á kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er kr. 500.

Nýjustu fréttir úr Kolkuósi

Nýjustu fréttir úr Kolkuósi
Þriðjudaginn 19. október flytur Ragnheiður Traustadóttir,
fornleifafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Hólum í Hjaltadal, erindi í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um fornleifauppgröftinn í Kolkuósi.
Ragnheiður er stjórnandi Hólarannsóknar og er uppgröfturinn í Kolkuósi
talinn varpa ljósi á ástæður þess að biskupsstólnum var valinn staður á
Hólum 1106.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er öllum opinn.

Á sýningunni Endurfundir í Þjóðminjasafninu má sjá ýmsa forvitnilega
forngripi frá Hólarannsókninni og er um hana fjallað i veglegri bók sem
gefin var út í tengslum við sýninguna.
Hin forna meginhöfn Skagfirðinga við Kolkuós er talinn vera ástæðan fyrir
því að valdamiðstöð Norðlendinga reis á Hólum. Hún hefur verið
þaulskipulagt athafnasvæði með fjölda búða sem tengdust um götu eftir
endilöngum tanga. Þarna hefur verið gott skipalægi og greinileg merki hafa
fundist um líflega milliríkjaverslun, bæði með nauðþurftir og munaðarvöru.
Höfnin var í notkun frá landnámi fram á 16. öld að kostir hennar virðast
hafa spillst auk þess sem veraldleg völd Hólabiskupa rýrnuðu.
Vegna ágangs sjávar er sáralítill jarðvegur eftir á klöppinni en
fornleifafræðingar hafa náð undraverðum árangri í kapphlaupi við óblíð
náttúruöflin frá árinu 2003.
Slóðin á nýja heimasíðu um uppgröftinn er
http://holar.is/holarannsoknin/kolkuos/

Rannsóknir á fornmálmfræði víkingaaldar

Þriðjudaginn 12. október mun Ny Björn Gustafsson frá háskólanum í
Stokkhólmi flytja erindi um fornmálmfræði í Þjóðminjasafni Íslands.
Fyrirlesturinn er haldinn á ensku og hefst kl 16:00 í fyrirlestrasal
safnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ny Björn Gustafsson hefur rannsakað jarðfundna skartgripi og leifar af
fornum smiðjum, aðallega á Gotlandi, og reynt að komast að því hvað var
smíðað þar, hvar málmurinn var unninn og hvað var unnið úr honum. Fjöldi
slíkra smiðja frá víkingaöld hefur fundist á Gotlandi og víðar í
Skandinavíu síðustu 30 árin og fjölmargir málmgripir bíða rannsókna í
söfnum víða um Norðurlönd. Þeir fundust á tímum þegar þekking á þessu
sviði var lítil eða engin, en með nútímatækni er hægt varpa ljósi á
uppruna þeirra og gerð.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig finna megi þessa
framleiðslustaði, hvernig túlka megi gripina með hjálp nýrra
flokkunaraðferða og að lokum hvernig rannsaka megi magn málma í beinum og
finna þannig hverjir unnu málminn.

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 15 í Fischersundi 3.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf mun Dr. Unnur Birna Karlsdóttir flytja
fyrirlesturinn: “Náttúrusýn og virkjanir”.
Síðan verður boðið upp á léttar veitingar.
Stjórnin biður áhugasama félagsmenn að taka eftirmiðdaginn frá.

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 15.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf mun Dr. Unnur Birna Karlsdóttir flytja
fyrirlesturinn: “Náttúrusýn og virkjanir”.
Síðan  verður boðið upp á léttar veitingar.
Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.
Aðrar fréttir:
Sögufélag kemur ekki við sögu í fjárlagafrumvarpinu. Þar sem við töldum okkur vera í
samstarfi við Alþingi vegna útgáfu Acta yfirréttarins (framhald af Alþingisbókunum
og samstarfsverkefni Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands) kemur þetta stjórninni
nokkuð á óvart. En við höfum lagt inn beiðni um að ganga á fund fjárlaganefndar og
eigum ekki von á öðru en að okkur verður tekið vel.