Leikminjasafn Íslands

Framlag Ríkisútvarpsins
til íslenskrar leiklistar í 80 ár
Málþing á vegum Leikminjasafns Íslands verður haldið laugardaginn 13. nóvember n.k. kl 11:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Allir eru velkomnir.

Dagskrá:
Gunnar Stefánsson: Upphaf útvarpsleikhúss á Íslandi.
Jón Viðar Jónsson: Hvernig varð Þorsteinn Ö. mesti leikari þjóðarinnar?
Hallmar Sigurðsson: Talnaleikur – skráning leikins efnis í Ríkissjónvarpinu
Nanna Guðmundsdóttir: Spaugstofan í fortíð og nútíð.
Að loknu fundarhléi flytja þau Páll Baldvin Baldvinsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir
stutt erindi um stöðu leiklistar í dagskrá Ríkisútvarps nú.
Þinginu lýkur með pallborðsumræðum undir stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Í þeim taka þátt auk Páls Baldvins og Þorgerðar Páll Magnússon útvarpsstjóri
og Viðar Eggertsson verkefnisstjóri leiklistar hjá RÚV.

Norræni skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn kemur 13. nóvember 2010.
Af þessu tilefni verður opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, frá kl 11
til kl 15, Félag héraðsskjalavarða á Íslandi gengst fyrir opnu húsi í
Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, frá kl 13 til kl 17:00 og
víða um land munu héraðsskjalasöfn opna hús sín og sýna skjöl og myndir eða hafa
slík gögn aðgengileg í sýningarkössum. Allir eru velkomnir.

Þema dagsins er
“Veður og loftslag” og er sameiginlegt með öllum Norðurlöndunum. Slagorð dagsins er
“Óveður í aðsigi?”.
Að venju hefur verið gerður sérstakur vefur um þema skjaladagsins,
www.skjaladagur.is, og þar hafa Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin sett fram
margvíslegt efni til skemmtunar og fróðleiks.

Eins og vindurinn blæs… félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi verður með opið hús í Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15, Reykjavík laugardaginn 13. nóvember 2010 kl. 13:00 til
17:00 í tilefni af Norrænum skjaladegi. Opna húsið er undir kjörorðinu
“Eins og vindurinn blæs… ” og er hluti af er hluti af dagskrá á norrænum
skjaladegi sem haldið er upp á um land allt á ýmsan hátt.
Fimmtán héraðsskjalasöfn taka þátt í opna húsinu með einum eða öðrum
hætti. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra, sýningu á skjölum,
ljósmyndasýningu frá héraðsskjalasöfnum, kórtónleika, sögufélög kynna rit
og mynddiska, barnakrókur þar sem börnin fá blöðru og litabók, kynnt
verður starfsemi héraðsskjalasafnanna og fleira. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.

Fyrirlestar og uppákomur:
kl. 13.00  “Í jöklanna skjóli” – myndbrot um horfna lífshætti í
Skaftafellssýslum.
kl. 13.30 Setning sameiginlegs skjaladags héraðsskjalasafna.
kl. 13.35 Söngfélag Skaftfellinga syngur nokkur lög. Kórstjóri Friðrik
Vignir Stefánsson.
Kl 14:00 Gunnar Hersveinn: Þjóðgildi Íslendinga
Kl 14:30 Hrafn Sveinbjarnarson: “Að lífið sé skjálfandi lítið gras.”
Börnin úr Hvammkoti og Kópavogslækurinn.
Kl 15:00 Svanhildur Bogadóttir: “Einangrunin rofin”. Skjalasöfn í fortíð,
nútið og framtíð.
Kl 15:30 Sævar Logi Ólafsson: Loftvarnir í Reykjavík.
Kl 16:00 Guðrún Nína Petersen: Fljúgandi furðuhlutir og skemmtileg ský.
Kl 16:30 Ragnhildur Bragadóttir: Lán er að hann þig fái … Um ástina í
póstkortum og bónorðsbréf til ungrar Reykjavíkurfrauku um aldamótin 1900.
Ljósmyndasýning – 15 héraðsskjalasöfn hafa lagt til ljósmyndir úr söfnum
sínum og úr daglegri starfsemi.
Þau söfn sem leggja til myndir eru:
-Borgarskjalasafn Reykjavíkur
-Héraðsskjalasafn Kópavogs
-Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar
-Héraðsskjalasafn Akraneskaupstaðar
-Héraðsskjalasafn Borgarnes
-Hérðasskjalasafn Ísafjarðar
-Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
-Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
-Héraðsskjalasafn Svarfdæla
-Héraðasskjalasafn Akureyrar
-Héraðsskjalasafn Austfirðinga
-Hérðasskjalasafn Neskaupstaðar
-Héraðsskjalasafn Austur-Skaftfellinga
-Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
-Héraðsskjalasafn Árnesinga
Skjalavarsla – góð ráð og leiðbeiningar – sérfræðingar
héraðsskjalasafnanna gefa góð ráð og leiðbeiningar um skjalavörslu.
Tilvalið að hitta starfsmenn safnanna og fræðast hjá þeim.
Í sýningarkössum verða skjöl frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar,
Héraðsskjalasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Kópavogs, Héraðsskjalasafni
Mosfellsbæjar og Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Einnig verða sýnd
ástarbréf úr einkaeigu.
Sögufélagið, Sögufélag Borgfirðinga og Sögufélag Árnesinga kynna starfsemi
sína. Skemmtilegar bækur á góðu verði.
Ættfræðiþjónustan ORG verður á staðnum – ef þú vilt vita meira um afa og
ömmu…
Í barnahorni gefst börnum kostur á að lita myndir og fá hengdar upp á vegg
meðan foreldrar skoða sýningar. Boðið verður upp á litabækur og blöðrum
meðan birgðir endast. Tröllasögur fyrir þau börn sem þora.
Kaffihorn, þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti og eitthvað fyrir
börnin líka.
Þá hefur verið setttur upp sérstakur skjaladagsvefur allra skjalasafnanna,
þar sem sýnd eru skjöl- og ljósmyndir tengd þema dagsins sem er veður- og
umhverfi. Slóðin á hann er www.skjaladagur.is

Fullgildir borgarar? Um nýtt fólk í stjórnmálaumræðunni fram að Lýðveldisstofnun

ReykjavíkurAkademían kynnir:
Dagsbrúnarfyrirlestur, í ReykjavíkurAkademíunni fimmtudaginn 11. nóvember
kl. 12:05, 4.hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilll.
Fyrirlesari er Ragnheiður Kristjánsdóttir, doktor og aðjúnkt í sagnfræði við HÍ, flytur fyrirlesturinn: Fullgildir Borgarar? Um nýtt fólk í stjórnmálaumræðunni fram að Lýðveldisstofnun. Fyrirlesturinn byggir á bók hennar og doktorsritgerð, *Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944*.

Eitt helsta verkefni alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar var að berjast fyrir
því að skjólstæðingar hennar teldust fullgildir borgarar. Í fyrirlestrinum
verða færð rök fyrir því að á Íslandi hafi þessi þáttur verkalýðsbaráttunnar
ekki síst falist í tilraunum til að endurmóta íslenska þjóðernisstefnu. Sýnt
verður fram á að verkalýðshreyfingin hafi allt frá upphafi ráðist gegn þeim
þáttum hennar sem samrýmdust illa sósíalískri stjórnmálaorðræðu, reynt að
endursegja þjóðarsöguna, skilgreina upp á nýtt og á sínum forsendum
grunnþætti íslenskrar þjóðernissjálfsmyndar. Jafnframt verða borin saman
áhrif þjóðernisstefnu á stjórnmálaarma verkalýðshreyfingarinnar,
Alþýðuflokkinn annars vegar og Kommúnistaflokkinn (og síðar
Sósíalistaflokkinn) hins vegar.

Aumastir allra? Kvöldfundur Sagnfræðingafélags Íslands um starfsvettvang sagnfræðinga

Kvöldfundur Sagnfræðingafélags Íslands um starfsvettvang sagnfræðinga
10. nóvember 2010 kl. 20 í húsi Sögufélags, Fischersundi
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill

Dagskrá
20:00 – Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands: Hvað geta
sagnfræðingar?
20:15 – Súsanna Margrét Gestsdóttir, sögukennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla
og kennari við menntavísindasvið Háskóla Íslands: Sælt er víst sögu að kenna
20:30 – Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði
Rannís: Aldrei nóg að gera, eða hvað?
20:45 – Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands:
Fjölbreyttur starfsvettvangur sagnfræðinga á skjalasöfnum og minjasöfnum
21:00 – Kaffihlé
21:15 – Pallborðsumræður og spurningar
Fundarstjóri: Njörður Sigurðsson

Fundur íslenska vitafélagsins

Fundur íslenska vitafélagsins. Íslenska Vitafélagið – félag um íslenska
strandmenningu og Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík halda fund laugardaginn
6. nóvember sem tileinkaður er varðskipinu Óðni og skipsverjum þess.
Hefst kl.11 í Betri Stofu Sjóminjasafnsins Grandagarði 8, 101 Rvk. og
stendur til 13:30.
Allir eru velkomnir.

Dagskrá:
1. Guðmundur Hallvarðsson, fyrrv. alþingismaður og formaður
Hollvinasamtaka Óðins flytur ávarp.
2. Lesið upp úr væntanlegri bók um skipið. Bókin kemur út í byrjun
desember. Ritstjóri: Helgi Máni Sigurðsson.
3. Frumsýnd nýgerð kvikmynd Björgun og barátta – vs Óðinn í 50 ár (25 mín.
að lengd) sem er óður til skipsins og skipsverja þess.
4. kaffi / matarhlé. Veitingar í Bryggjunni – safnkaffinu.
5. Fundargestum boðið að ganga um vs.Óðinn í fylgd fyrrum skipsverja.
Varðskipsins Óðins minnast Íslendingar með hlýju þegar þeir hugsa til
allra þeirra afreka sem unnin voru á skipinu. Óðinn reyndist sérlega vel
sem björgunarskip, dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna
bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Áhöfn hans bjargaði
áhöfnum strandaða og sökkvandi skipa. Varðskipið Óðinn tók þátt í öllum
þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Nú hvílir höfðinginn við safnbryggju
Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík og er opinn safngestum sem hluti
af safninu.

End of Iceland's Innocence

Daniel Chartier höfundur bókarinnar, The End of Icelands Innoence, sem fjallar um
ímynd Íslands í erlendum fjólmiðlum verður á landinu um næstu helgi.
Hann heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands, Árnargarði stofu 201 kl.
12-13.10 þriðjudaginn 9. nóvember.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Daníel Chartier er prófessor við Háskólann í Quebec og hefur gert viðamikla könnun
á ímynd Íslands einsog hún þróaðist frá uppsveiflu yfir í hrun.
Niðurstaðan er dramatísk, Ísland fellur úr háum söðli.
Landið sem var saklaust, stórkostlegt, töff og kúl verður allt í einu að heimili
þjófa, svindlara og gjaldþrota ríki.  Ísland séð utanfrá. Erfiður lestur fyrir
Íslendinga.
Áritun og útgáfuhóf verður í Bókabúð Máls og Menningar frá 14.00-15.00 sunnudaginn
7. nóvember. Bókin verður á sérstöku tilboðsverði á meðan á áritun stendur.

Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni
Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands
að þessu sinni í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands. Ath.: ekki Þjóðarbókhlöðu!
laugardaginn 6. nóvember 2010.
Tekið verður til meðferðar að hvaða leyti hinar umfangsmiklu fornleifarannsóknir
sem unnar hafa verið hérlendis á síðustu árum varpa nýju ljósi á sögu landsins.
Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Ávarp flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Um helstu viðfangsefni í fornleifarannsóknum á Íslandi á síðustu árum.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar.
Vitnisburður fornleifa um lífsbjörg Íslendinga á miðöldum.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands.
KAFFIHLÉ
Vaxandi eftirspurn eftir víkingakaupstöðum.
Jón Árni Friðjónsson, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.
Byggingar og búsetuminjar frá landnámi til 18. aldar
í ljósi fornleifarannsókna síðustu ára.
Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra.
Fundarstjóri: Halldór Baldursson, læknir.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Veitingar verða á boðstólum í hléi í veitingastofu Þjóðminjasafns
fyrir framan fyrirlestrasalinn á 1. hæð.

Skriðuklaustur og Vestur-Evrópa á miðöldum

Þriðjudaginn 2. nóvember mun Steinunn Kristjánsdóttir dósent í
fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands flytja erindi
um fornleifauppgröft sem hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í
Fljótsdal frá árinu 2002. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal safnsins
kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal
frá árinu 2002. Lokið hefur verið við að grafa upp um 1300 fermetra af
rústum klausturbyggingarinnar, ásamt kirkju og klausturgarði, frá
áromitæplega 200 grafir og skrá um 13 þúsund gripi, en reiknað er með að
uppgrefti á staðnum ljúki næsta haust. Í fyrirlestrinum verður greint frá
helstu niðurstöðum uppgraftarins til þessa, um leið og saga
Skriðuklausturs, sem og annarra klaustra á Íslandi, verður sett í
vestur-evrópskt samhengi kaþólskrar kristni á miðöldum.