Skip to content
Félag um átjándu aldar fræði og Sagnfræðingafélag Akureyrar halda málþing á Akureyri laugardaginn 4. október nk.. Málþingið fer fram í sal Akureyrarakademíunnar, Þórunnarstræti 99. Það hefst kl. 13.00 og lýkur um kl. 17.00.
Dagskrá
Að loknu setningarávarpi Björns Vigfússonar, tilsjónarmanns Sagnfræðingafélags Akureyrar, og ávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar fræði, verða flutt eftirtalin fimm erindi:
Móðuharðindin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu
Björn Teitsson, sagnfræðingur
Fæðing kaupstaðar
Jón Hjaltason, sagnfræðingur
Um sagnaþætti
Jón Torfason, skjalavörður
Kaffihlé
Átthagaást
í norðlenskum alþýðukveðskap á nítjándu öld
Bragi Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
Skyggnst í fáein handskrifuð þingeysk blöð
Eiríkur Þormóðsson, handritavörður
Fundarstjóri: Björn Vigfússon
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin
Í dag fimmtudaginn 2. október kl. 13:20 mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja fyrirlestur um tónlistarlíf í Sovétríkjunum og sérstaklega nýsköpun tónskálda á borð við Dmítríj Sjostakovitsj og Sergei Prokofieff.
Kommúnistaflokkurinn lagði skýrar línur hvað varðar músíkalska fagurfræði og ítrekaði þær oft á sérstökum tónlistarþingum þar sem sett var ofaní við þau tónskáld sem höfðu villst af vegi. Sjostakovitsj fór oft sínar eigin leiðir og hlaut skammir fyrir. Athyglisvert er að skoða hvernig tónlist hans er á skjön við opinbera stefnu og hafa verk hans oft verið túlkuð sem e.k. músíkalskt andóf. Þó hafa sprottið miklar deilur um þetta atriði hin seinni ár og sýnist sitt hverjum.
Erindið verður haldið í stofu 422 í Árnagarði, Háskóla Íslands.
Í dag fimmtudaginn 2. október kl. 13:20 mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja fyrirlestur um tónlistarlíf í Sovétríkjunum og sérstaklega nýsköpun tónskálda á borð við Dmítríj Sjostakovitsj og Sergei Prokofieff.
Kommúnistaflokkurinn lagði skýrar línur hvað varðar músíkalska fagurfræði og ítrekaði þær oft á sérstökum tónlistarþingum þar sem sett var ofaní við þau tónskáld sem höfðu villst af vegi. Sjostakovitsj fór oft sínar eigin leiðir og hlaut skammir fyrir. Athyglisvert er að skoða hvernig tónlist hans er á skjön við opinbera stefnu og hafa verk hans oft verið túlkuð sem e.k. músíkalskt andóf. Þó hafa sprottið miklar deilur um þetta atriði hin seinni ár og sýnist sitt hverjum.
Erindið verður haldið í stofu 422 í Árnagarði, Háskóla Íslands.
Að þessu sinni flytur Guðni Th. Jóhannesson erindi sem nefnist: „Með því að óttast má …“ – Ástæður símhlerana í kalda stríðinu. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands “Hvað er að óttast?”
Í erindinu verða rök yfirvalda fyrir hlerunum hverju sinni vegin og metin. Rakið verður hvað réð því að ákveðið var að hlera hjá sumum sósíalistum og/eða andstæðingum Bandaríkjahers hér á landi, en ekki öðrum. Sýnt verður fram á þann greinarmun sem gera verður á hinum sérstöku ástæðum sem réðu því í hvert skipti að yfirvöld ákváðu að grípa til þessara aðgerða, og hins almenna ótta þeirra við sósíalista og stefnu þeirra. Minnst verður á þann skort á heimildum sem torveldar allar rannsóknir á sögu símhlerana í kalda stríðinu og að lokum verður rætt um „dóm sögunnar“ í þessu máli.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Að þessu sinni flytur Guðni Th. Jóhannesson erindi sem nefnist: „Með því að óttast má …“ – Ástæður símhlerana í kalda stríðinu. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands “Hvað er að óttast?”
Í erindinu verða rök yfirvalda fyrir hlerunum hverju sinni vegin og metin. Rakið verður hvað réð því að ákveðið var að hlera hjá sumum sósíalistum og/eða andstæðingum Bandaríkjahers hér á landi, en ekki öðrum. Sýnt verður fram á þann greinarmun sem gera verður á hinum sérstöku ástæðum sem réðu því í hvert skipti að yfirvöld ákváðu að grípa til þessara aðgerða, og hins almenna ótta þeirra við sósíalista og stefnu þeirra. Minnst verður á þann skort á heimildum sem torveldar allar rannsóknir á sögu símhlerana í kalda stríðinu og að lokum verður rætt um „dóm sögunnar“ í þessu máli.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Þriðjudaginn 30. september heldur Gunnar Þór Bjarnason fyrirlestur um bók sína Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: Aðdragandi og viðbrögð, sem kom út fyrr í mánuðinum á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar. Að loknu erindi Gunnars tekur Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, við og heldur erindi um bókina og umfjöllunarefni hennar. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, stýrir fundinum.
Fyrirlesturinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og verður haldinn þriðjudaginn 30. september milli kl. 17 og 18 í stofu 132 í Öskju.
Fyrirlesturinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis.
Bókin fjallar um málefni sem hefur verið mikið á döfinni síðustu misserin, þ.e. samskiptin við Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna ákvað Bandaríkjastjórn að kalla heim varnarliðið á Keflavíkurvelli? Væri kannski nær að spyrja af hverju herinn var ekki löngu farinn? Hvers vegna voru íslenskir ráðamenn mjög ósáttir við ákvörðun Bandaríkjastjórnar? Voru Íslendingar illa búnir undir brottför hersins? Höfðu íslensk stjórnvöld sofið á verðinum og ekki tekið mark á vísbendingum um að brotthvarf varnarliðsins væri yfirvofandi? Hvernig hefur Íslendingum gengið að bregðast við brottför hersins? Eru varnir Íslands nægilega vel tryggðar? Getur Landhelgisgæslan sinnt þeim verkefnum sem þyrlur Bandaríkjahers gerðu? Hvers vegna ákváðu stjórnvöld að koma á fót Varnarmálastofnun? Ættu Íslendingar að semja um öryggi og varnir við Evrópusambandið? Hverjir eru hinir nýju hornsteinar íslenskra öryggis- og varnarmála?
Höfundurinn Gunnar Þór Bjarnason er BA í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og hefur lokið MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá HÍ. Gunnar hefur kennt við framhaldsskólann í Breiðholti um árabil, og var stundakennari við HÍ í áratug. Hann hefur skrifað greinar um sagnfræði í blöð og tímarit og er höfundur kennslubókar um sögu 20. aldar.
Sjá einnig á http://www.hi.is/ams
ATH. Bóksala stúdenta gefur 20% afslátt af bókinni þriðjudaginn 30. september og miðvikudaginn 1. október.
Málstofa um sögu Hveragerðis verður haldin í Lisatasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, miðvikudaginn 24. september kl. 20.
Þar mun Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, fjalla um forsöguna, hús og fólk.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, talar um hverahitann og upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Hann fjallar um hvernig jarðhitinn varð til þess að í Hveragerði myndaðist þéttbýli, og sérstöðu þess í íslenskri byggða- og atvinnusögu. Stærstan hlut þeirrar sögu skipar Mjólkurbú Ölfusinga sem stofnað var 1928 og nýtti jarðhita í sinni starfsemi.
Svanur Jóhannesson flytur erindi um mannlífinu á árunum frá 1940 – 1947, en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem bjó í Hveragerði um árabil.
Að endingu mun Kristín B. Jóhannesdóttir lesa upp kvæði eftir séra Helga Sveinsson. Kristín á áttræðisafmæli um þessar mundir og hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Hún var ein af stofnendum Leikfélags Hveragerðis og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Allir eru velkomnir.
Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, mun fjalla um forsöguna, hús og fólk.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, talar um hverahitann og upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Hann fjallar um hvernig jarðhitinn varð til þess að í Hveragerði myndaðist þéttbýli, og sérstöðu þess í íslenskri byggða- og atvinnusögu. Stærstan hlut þeirrar sögu skipar Mjólkurbú Ölfusinga sem stofnað var 1928 og nýtti jarðhita í sinni starfsemi.
Svanur Jóhannesson segir frá mannlífinu á árunum frá 1940 – 1947, en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem bjó í Hveragerði um árabil.
Kristín B. Jóhannesdóttir les kvæði eftir séra Helga Sveinsson. Kristín á áttræðisafmæli um þessar mundir og hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Hún var ein af stofnendum Leikfélags Hveragerðis og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókn.
Læknafélag Íslands og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar halda ráðstefnu á Háskólatorgi Háskóla Íslands laugardaginn 27. september kl 9.00 -13.00.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Dagskrá
Á gömlum merg
Fundarstjóri: Atli Þór Ólason formaður FÁSL
9:00 Setning: Sigurbjörn Sveinsson, læknir og fulltrúi LÍ í safnstjórn
9:10 Í mjúku moldarskauti Fornleifar í Nesi:
Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands
9:40 Læknirinn í Nesi:
Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur
10:10 Jarðneskar lækningaminjar frá Nesi:
Guðmundur Ólafsson, fagstjóri fornleifa Þjóðminjasafni Íslands
10:30 Kaffihlé
Lækningaminjasafn
Fundarstjóri: Birna Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands
11:00 Saga lækningaminjasöfnunar á Íslandi:
Kristinn Magnússon, deildarstjóri Fornleifavernd ríkisins
11:20 Hlutverk safna í samtímanum. Söfnin vettvangur allra í nútímanum:
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
11:35 Lækningaminjasafn Íslands. Hvert skal stefna?
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safnstjóri
12:00 Panelumræður um stefnumótun og áherslur safnsins og stöðu þess í íslensku safnaumhverfi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Óttar Guðmundsson, formaður nefndar LÍ um málefni lækningaminjasafns í Nesi.
Dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um dr. Sigurbjörn Einarsson biskup á vegum Vísindafélags Íslendinga í hátíðarsal Háskólans miðvikudaginn 24. september, kl. 20.00.
Í fyrirlestrinum verður leitast við að varpa ljósi á meginþættina í ævi og störfum dr. Sigurbjörns sem og á guðfræði hans og trúarhugsun. Meðal annars verður glímt við spurninguna: Hvernig varð bóndasonur úr Meðallandi
áhrifamesti andlegi leiðtogi Íslendinga á 20. öld og einn helsti hugsuður
þjóðarinnar?
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Fyrirlestur um ævi og störf dr. Sigurbjörns Einarssonar
Þriðjudaginn 23. september kl. 20:30 flytur Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Tilefnið er dánardagur Snorra Sturlusonar þann 23. september 1241.
Sigurður mun í erindi sínu leitast við að að varpa ljósi á stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu, en með orðinu stjórnspeki er átt við það sem oft er kallað pólitískar hugmyndir. Leitast verður við að gera grein fyrir þeim viðhorfum sem fyrirferðarmest voru á þessu sviði frá því á miðri 11. öld til loka hinna 13 sem voru umbrotaaldir í stjórnskipunarsögu Evrópu.
Að loknum fyrirlestri verður boðið upp á veitingar en síðan gefst gestum tækifæri til að ræða efni fyrirlestrarins.
Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir.
Um fyrirlesara
Sigurður Líndal er fæddur 1931. Hann lauk BA-prófi í latínu og mannkynssögu 1957, embættispróf í lögfræði, cand. jur. 1959 og cand. mag. (M.A)-próf í sagnfræði 1968. Hann lagði stund á réttarsögu við Háskólann í Kaupmannahöfn 1960, við Háskólann í Bonn 1961-62 og við University College í Oxford 1998 og 2001. Sigurður hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, m.a. verið dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík, gegnt starfi hæstaréttarritara, setið í skattsektanefnd og verið dómari í Félagsdómi. Hann varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967 og síðan prófessor 1972, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 2001. Þar fyrir utan hefur hann starfað sem gistiprófessor við University College í London. Sigurður hefur setið í ýmsum nefndum og stjórnum, meðal annars verið forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands 1976-2001 og er núverandi forseti Hins íslenzka bókmenntafélags. Þá sat hann í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar 1996-2006, var ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000, sat í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift 1984-99, var ritstjóri Skírnis (ásamt Kristjáni Karlssyni) 1984-86 og hefur verið ritstjóri Sögu Íslands frá 1972. Hann hefur frá því í fyrra gegnt stöðu prófessors við Háskólann á Bifröst. Þá er hann stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sigurður er kvæntur Maríu Jóhannsdóttur, BA (Hons) í hagfræði og félagsfræði frá Háskólanum í Manchester.
Ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar – áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldin í Iðnó, laugardaginn 27. September 2008.
Þar verður fjallað um strauma og stefnur í matarmenningu tuttugustu aldar. Meðal umfjöllunarefna má nefna upphaf veitingasölu, matarmenningu á tímum hafta og skömmtunar, ímynd íslenska eldhússins, stöðlun matarsmekks og djarfar tilraunir til þess að víkja frá hefðbundnum matreiðslumáta.
14:00 setning málþings: Laufey Steingrímsdóttir, formaður félagsins Matur – saga – menning, býður gesti velkomna.
14:05 Margrét Guðjónsdóttir: Skáli um þjóðbraut þvera. Upphaf greiðasölu á Íslandi.
14:35 Magnús Sveinn Helgason: Hófleg neysla og hóflegt vöruframboð. Hömluleysi og sóun sem vandamál kapítalískra neysluhátta.
15:05: Guðmundur Jónsson: Vísitölubrauðin: Hvernig hið opinbera mótaði brauðsmekk Íslendinga.
15:35 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl. Íslenskt matarsetur í Lundúnum.
16:05 Rúnar Marvinsson: Vakning á Búðum. Puntstrá og villibráð
16:35 Umræður.
Fundarstjóri: Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu .
Að ráðstefnunni stendur félagið Matur – saga – menning, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og ReykjavíkurAkademíuna.
Í lok ráðstefnunnar efna félögin til hátíðarkvöldverðar í Iðnó og hefst dagskráin með fordrykk kl. 19.00. Veislustjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og ræðumaður kvöldsins mun varpa ljósi á matarmenningu úr óvæntri átt. Sagnfræðingafélag Íslands er einn aðstandenda ráðstefnunnar auk félagsins Matur – saga – menning og Reykjavíkur Akademíunnar. Félagsmönnum í Sagnfræðingafélagi Íslands gefst kostur á að kaupa miða á hátíðarkvöldverðinn hjá Sólveigu Ólafsdóttur. framkvæmdastjóra Reykvíska eldhússins solveig@simnet.is – s. 8921215 eða Unni Maríu Bergsveinsdóttur framkvæmdastjóra ráðstefnunnar – unnurm@bok.hi.is
Gengið verður til borðs kl. 20.00 og á boðstólnum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar.
Matseðill kvöldsins
Forréttur: Dádýracarpaccio með furuhnetum og fetaosti.
Milliréttur: Rækjukokteill með ristuðu brauði.
Aðalréttur: Fjallalamb níunda áratugarins.
Eftirréttur: Bóndadóttir með blæju.
Kaffi, koníak eða líkjör.
Nú haustar og því hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins á ný. Í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum “Hvað er að óttast?” og “Hvað er andóf?”.
Haustið er helgað óttanum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ríður á vaðið næsta þriðjudag, þann 16. september, með erindi sitt “Kalda stríðið – dómur sögunnar”. Í útdrætti frá honum segir:
Í erindinu verður minnt á hernaðarlegt gildi Íslands á tímum kalda stríðsins og beinir höfundur athygli að þeim þætti átakanna milli austurs og vesturs, enda tók hann einkum til máls um þann þátt í umræðum á sínum tíma. Vakið er máls á nauðsyn þess, að veittur sé sem bestur aðgangur að öllum skjölum um kalda stríðið. Mikilvægt sé, að átta sig á þeim þáttum, sem vógu þyngst við töku ákvarðana um öryggis- og varnarmál. Það er mat höfundar, að á tíunda áratug síðustu aldar hafi næsta hávaðalítið verið rætt um stöðu Íslands í kalda stríðinu. Morgunblaðið hafi til dæmis ákveðið að hlífa þeim við uppgjöri, sem harðast vógu að blaðinu og heiðri þess á tímum kalda stríðsins. Síðan 2006 hafi umræður hins vegar verið líflegar vegna umræðna um hleranir lögreglu. Höfundur mun rekja þær umræður í erindi sínu. Hann telur fráleitt að bera það, sem hér gerðist við eftirlit með einstaklingum, saman við aðgerðir öryggislögreglu í Noregi. Hér hafi ekkert komið fram til stuðnings ásökunum um ólögmætar aðgerðir yfirvalda.
Að erindinu loknu gefst sagnfræðingum og öðrum tækifæri til að varpa fram spurningum og gera athugasemdir. Erindið verður haldið, líkt og önnur erindi fyrirlestraraðarinnar, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.05-13.00.
2008 – Hvað er að óttast?
16. september
Björn Bjarnason: Kalda stríðið – dómur sögunnar.
30. september
Guðni Th. Jóhannesson: „Með því að óttast má …“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu.
14. október
Guðmundur Jónsson: „Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi.“ Um efnahagskreppur á Íslandi og óttann við þær.
28. október
Viggó Ásgeirsson: Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan.
11. nóvember
Hallfríður Þórarinsdóttir: Júðar, negrar og tataralýður – ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands.
25. nóvember
Óttar Guðmundsson: „Best værirðu geymdur á Kleppi!“ Fordómar gegn geðsjúkum á liðinni öld.
9. desember
Kristín Loftsdóttir: Framandi trú og kristnar rætur Íslands: Óttinn við að glata íslenskri menningu í fjölmenningarlegu samfélagi.
2009 – Hvað er andóf?
20. janúar
Kjartan Ólafsson: Hetjudáð eða hermdarverk?
3. febrúar
Lára Magnúsardóttir: Ótti við andóf veldur andófi og ótta.
17. febrúar
Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni.
3. mars
Jón Ólafsson: Þversögn andófsins.
17. mars
Anna Agnarsdóttir: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?
31. mars
Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlandshafsbandalaginu 30. marz.
14. apríl
Unnur María Bergsveinsdóttir: „Loksins ertu sexí!“ Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara.
28. apríl
Ragnar Aðalsteinsson: Þýðing andófs fyrir lýðræðislega þróun réttarins.