Skiptir kyn máli?

Skiptir kyn máli?
Kynlegt málþing Menningarfélagsins og Sagna
Menningarfélagið- Félag framhaldsnema í Menningardeild og SAGNIR – Tímarit um sagnfræðileg málefni kynna sameiginlegt málþing 12. apríl næstkomandi, milli kl. 13 og 16.
 
Í stofu 218 í Aðalbyggingu Háskólans verður rætt um „Kyn og kyngervi“.
Framsögumenn:
Nanna Hlín Halldórsdóttir: Er hugtakið kyngervi nauðsynlegt í íslensku?
Brynja Þorgeirsdóttir: „Sjúkdómsgreining: ást“ um ástsýki á miðöldum og í bókmenntum.
Guðrún Elsa Bragadóttir: Killer Queen: Kyngervi Freddie Mercury.
Helga Þórey Jónsdóttir: Hvað er svona fyndið? Um kyn og kyngervi í íslenskum gamanmyndum.
Svandís Anna Sigurðardóttir: Um kynjaflækjur hinseginfólks.
 
Í stofu 225 í Aðalbyggingu verður rætt um efnið „Hvers vegna er sagnfræðin svona karllæg?“
Framsögumenn:
Anna Agnarsdóttir: Er sagnfræðin karllæg?
Sverrir Jakobsson: Hvers konar sagnfræði er karllæg og hvers vegna?
Vilhelm Vilhelmsson: Sundurlausir þankar um karllægni, sagnfræði og vald.
Guðný Hallgrímsdóttir: Konur voru fátíðar á Íslandi þar til á 20. öld.
Gert er ráð fyrir kaffihléum kl. 14:00 og 15:15. Að loknu síðara kaffihléi er gert ráð fyrir pallborðsumræðum með þátttöku allra framsögumanna. Áætlað er að ljúka málþinginu kl. 16:00.
Léttar veitingar í boði.
Allir velkomnir!
SAGNIR

Leave a Reply