Sigurður Gylfi Magnússon: Að lifa í minningunni – stigmögnun sjálfstjáningar. Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Að lifa í minningunni – stigmögnun sjálfstjáningar. Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands í fyrirlestraröðinni: Hvað eru minningar?
Fyrirlesari: Sigurður Gylfi Magnússon
Útdráttur: Árum saman voru félagssagnfræðingar tregir til að nýta sér við rannsóknir persónulegar minningar fólks nema í mjög afmörkuðum tilgangi. Á síðari árum hefur orðið grundvallarbreytinga á hugmyndum fræðimanna um stöðu slíkra minninga í vísindarannsóknum. Í fyrirlestrinum verða reifuð helstu rök og gerð grein fyrir þeim hugmyndum sem ég hef sjálfur um efnið eftir tveggja áratuga reynslu af notkun þeirra. Ég mun sýna fram á að minningar fólks geti verið varhugaverðar í vísindarannsóknum en engu að síður óhjákvæmilegt viðfangsefni allra sem kljást við fyrri tíð.  
Sigurður Gylfi Magnússon er sagnfræðingur og gegnir rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands. Hann er höfundur sextán bóka og fjölda greina sem birtar hafa verið á Íslandi og erlendis. Nýjast bókin hans nefnist Wasteland with Words. A Social History of Iceland (London: Reaktion Books, 2010 –  og fjallar um sögu landsins með aðstoð aðferða einsögunnar (microhistory). Sigurður Gylfi er stofnandi og einn þriggja ritstjóra Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar, en út hafa komið fjórtán bækur á hennar vegum sem flestar tengjast persónulegum heimildum, hversdagssögu og einsögu.
Staður: Þjóðminjasafn Íslands
Stund: Þriðjudaginn 6. mars frá 12:05 til 13:00
Aðgangur ókeypis og öllum opinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *