Sarpur.is

25. september síðastliðinn var ytri vefur menningarsögulega gagnasafnins Sarps opnaður formlega á vefslóðinni www.sarpur.is. Þar með er aðgangur opinn öllum að upplýsingum um meira en 500.000 muni, ljósmyndir, listaverk, örnefni og fleiri aðfangategundir. Áhugafólk, grúskarar, fræðimenn og aðrir geta þannig leitað rafrænt í hirslum aðildarsafnanna sem eru nú 50 talsins. Þar á meðal eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Minjasafn Reykjavíkur, Mótorhjólasafnið og byggðasöfn víðsvegar af landinu.
Notendur geta haft áhrif með því að senda inn ábendingar varðandi myndir, muni eða annað. Það getur verið allt frá upplýsingum um fólk á ljósmyndum til nánari upplýsinga um notkun gripa eða sögu þeirra.
Meginmarkmið Rekstrarfélags Sarps er að annast rekstur gagnasafnsins og varðveita þannig heimildasöfn aðildarsafnanna. Í skráningarkerfi Sarps hafa nú verið skráðar yfir 1.000.000 færslur og er yfir helmingur þeirra aðgengilegur almenningi á vefnum www.sarpur.is.
Samantekt

  • Á vefnum eru rúmlega 500.000 aðföng og hann er lifandi því  þeim fjölgar dag frá degi.
  • Á vefnum eru 12 aðfangategundir, fjölbreytt flóra allt frá munum til örnefnalýsinga.
  • Aðföngin spanna alla Íslandssöguna allt frá landnámi til dagsins í dag
  • Öflug leitarvél á vefnum gerir notandanum kleyft að leita að því sem vekur áhuga hans
  • Notandinn getur haft áhrif með því að smella á hnapp og senda inn upplýsingar um aðföng, hvort sem það sé þá upplýsingar um fólk á myndum eða nánari upplýsingar um notkun á gripum eða sögu þeirra.
  • Notandinn getur safnað saman færslum sem honum hefur þótt áhugaverðar og sent sér í tölvupósti.
  • Notandinn getur pantað ljósmyndir í gegnum vefinn.

Allar frekari upplýsingar veita:
Sigurður Trausti Traustason fagstjóri Sarps,
Netfang – sigurdur@landskerfi.is
Sími – 5145054.
 og Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps,
Netfang – sveinbjorg@landskerfi.is
Beint símanúmer – 5145051. Farsími- 6986181

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *