Sagan í munnlegri geymd

Á mánudaginn kemur, 7. október, hefur göngu sína á Rás 1 þáttur í umsjón
meistaranema í sagnfræði við Háskóla Íslands sem nefnist Sagan í munnlegri geymd.  Þættirnir verða átta talsins og fjalla um um mannlíf og atburði á liðinni öld. Efnið er fengið úr viðtölum og frásögnum einstaklinga sem varðveitt eru í hljóðritasafni Miðstöðvar munnlegrar sögu. Þættirnir voru unnir undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar prófessors og Arnþórs
Gunnarssonar verkefnastjóra Miðstöðvar munlegrar sögu. Þættirnir eru á
mánudögum kl. 20.30. Höfundar og efni eru sem hér segir:
7. október. Kristín Svava Tómasdóttir: Múlka og stúlkurnar í Reykjavík
14. október. Jón Páll Björnsson: Sjósókn frá Landeyjasandi
21. október. Sigurður Högni Sigurðsson: Ris og hnignun íslensks
skipasmíðaiðnaðar
28. október. Jón Páll Björnsson: Sjóslys við Vestmannaeyjar 1950
4. nóvember. Stefán Svavarsson: Uppvaxtarár í Kópavogi
11. nóvember. Sigurður Högni Sigurðsson: RARIK og rafvæðing Íslands
18. nóvember. Kristín Svava Tómasdóttir: Örbylgjuofninn kemur til Íslands
Sjá nánar um þættina á vef Ríkisútvarpsins:
http://dagskra.ruv.is/nanar/17272/

Leave a Reply