Ókeypis aðgangur vikuna 26.2-3.3.2013

Auk grunnsýningarinnar Þjóð verður til standa nú yfir hátíðarsýningarnar Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum á 2. hæð safnsins. Á 3. hæð getur að líta sýninguna Bak við tjöldin.
Í Myndasal má sjá sýninguna Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 og á Vegg Nýjar myndir-gömul tækni. Á Torgi líkur senn sýningunni Góðar gjafir en þar má sjá brot af gjöfum sem vinafélag safnsins, Minjar og saga, hefur fært Þjóðminjasafninu.
Einnig eru í boði nýir ratleikir fyrir börn og fjölskyldur sem myndskreyttir eru af Sigrúnu Eldjárn.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *