Miðstöð munnlegrar sögu sameinast Landsbókasafni

Miðstöð munnlegrar sögu var sameinuð Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni þann 15. mars 2012 og verður hún sérstök eining á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar.
Fram að þessu hefur Miðstöðin verið samstarfsvettvangur nokkurra stofnana í Háskóla Íslands, þar á meðal Sagnfræðistofnunar. Hlutverk Miðstöðvarinnar breytist ekki við sameininguna en í stað stjórnar kemur fagráð sem tekur þátt í stefnumótun, verður ráðgefandi um verkefnaval og fagleg málefni og kemur að öflun sértekna til einstakra verkefna.

Leave a Reply