Hugvísindaþing 2012

Hugvísindaþing 2012 verður haldið 9. og 10. mars. Í ár verður boðið upp á 27 málstofur um allt milli himins og jarðar. Meðal annars verður fjallað um Charles Dickens, gröf og dauða, matarmenningu, höfundarrétt, loftslagsumræðuna, þöglar kvikmyndir og kvæði, sálma og ljóð eftir konur og handa konum. Hægt er að skoða dagskrá þingsins á heimasíðu Hugvísindastofnunar.
Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *