Hádegisleiðsögn

Hádegisleiðsögn Gísla Helgasonar um sýninguna:
Trausti Ólafsson (1891–1961) Frá Breiðavík til Kaupmannahafnar

Staður: Skotið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Stund: Föstudagurinn 14.desember kl.12:10
Í þessari hádegisleiðsögn mun Gísli Helgason, verkefnastjóri skráningar og rannsókna á safninu, ræða um sýninguna Trausti Ólafsson (1891–1961) Frá Breiðavík til Kaupmannahafnar.
Trausti Ólafsson var á sínum tíma allþekktur í íslensku samfélagi fyrir störf sín í þágu efnafræði­rannsókna og gegndi á því sviði ýmsum trúnaðastörfum fyrir íslenska ríkið.
Á sýningunni Frá Breiðavík til Kaupmannahafnar eru sýndar ríflega 20 ljósmyndir af um 200 mynda plötusafni Trausta Ólafssonar sem varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Flestar myndirnar eru teknar á árunum 1919–1928, í heimasveit hans fyrir vestan, í Kaupmannahöfn á námsárunum og í heimabæ eiginkonunnar, Maríu S. Petersen (1898–1965), Klakksvík í Færeyjum.
Þótt myndasafn Trausta sé ekki umfangsmikið geymir það einkar forvitnilegan vitnisburð um mannlífið í Rauðasandshreppi á fyrrnefndu tímabili auk þess að gefa forvitnilega innsýn í dvöl íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn um 1920. Myndir hans endurspegla, á einkar afgerandi og ljóslifandi hátt, hinar skörpu andstæður sem óneitanlega voru, og eru, á milli þessara tveggja ólíku heima.
AÐGANGUR ÓKEYPIS − VERIÐ VELKOMIN!
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhús, Tryggvagata 15, 6 hæð
101 Reykjavík,Ísland
Sími: 411-6390
Fax: +354-411-6399
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is

Leave a Reply