Hádegisfyrirlestur um íslenska gullsmiði í Kaupmannahöfn

Þriðjudaginn 19. mars kl. 12 mun Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, fjalla um íslenska gullsmiði í Kaupmannahöfn í fyrirlestri sem haldinn er í Þjóðminjasafninu. Þór hefur um árabil unnið að rannsókn á íslenskri silfursmíð og bók hans um það efni er væntanleg í apríl.
Í fyrirlestrinum mun Þór fjalla um Íslendinga fyrr á öldum sem fóru til gullsmíðanáms í Kaupmannahöfn.
Margir þeirra sneru ekki heim að námi loknu en ílentust í Danmörku og stunduðu þar iðn sína.
Flestir þeirra tóku íslenska nema til kennslu og höfðu þar með áhrif á þróun gull- og silfursmíði á Íslandi.
Sumir þessara gullsmiða höfðu einnig talsverð áhrif á sögu gullsmíða í Danmörku, eins og til dæmis
Sigurður Þorsteinsson frá Skriðuklaustri, en gripir hans þykja með bestu silfursmíð 18. aldar þar í landi.
Fyrirlesturinn er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Leave a Reply