Guðni Th. Jóhannesson ráðinn lektor við Háskóla Íslands

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið ráðinn lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Um er að ræða starf lektors í sagnfræði 19. og 20. aldar, með áherslu á sögu Íslands.
Guðni hefur skrifað fjölda bóka og greina um íslenska stjórnmálasögu, landhelgismál og þorskastríð, þar á meðal eru bækurnar Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain‘s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-64Gunnar Thoroddsen – Ævisaga og Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fræðirit.
Guðni gegndi starfi lektors við Háskólann í Reykjavík 2007-2010 og sinnti stundakennslu við Háskóla Íslands 1996-1998 og 2004-2007. Þá var hann formaður Sagnfræðingafélags Íslands 2004-2007 og hefur verið forseti Sögufélags frá 2011. Guðni hefur tvær meistaragráður í sagnfræði, frá Háskóla Íslands og St. Antony´s College, University of Oxford. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London árið 2003.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *