Doktorsvörn

Ágætu framhaldsnemar í sagnfræði
Á morgun fer fram doktorsvörn í sagnfræði í Háskóla Íslands þar sem
Sigurgeir Guðjónsson ver ritgerð sína „Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og
umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala“. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á
vörnina enda má búast við áhugaverðum umræðum um rannsóknarefnið.
Framhaldsnemar eru hluti af rannsóknarsamfélagi Háskólans og við kennarar
leggjum mikið upp úr því að þeir mæti bæði sjálfum sér til gagns og svo að
mæting sé sagnfræðinni til sóma. Athöfnin fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar
og hefst kl. 13.00.

Leave a Reply