Afmælisdagskrá í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafnsins

Í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns Íslands verður fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri
frá kl. 11-22 þann 24. febrúar. Á milli 11 og 14 verður dagskrá ætluð börnum og foreldrum. Formleg opnun afmælissýninga í Bogasal og í Horni verður kl. 15 en kl. 18.30 hefst dagskrá fyrir unglinga og ungt fólk sem stendur til klukkan 22.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl. 11-12:
Nokkur börn verða í hlutverki leiðsögumanna og segja gestum frá uppáhaldsgripunum sínum.
Kl. 12:
Litlar ballerínur frá Ballettskóla Eddu Scheving dansa fyrir gesti í Myndasal.
Kl. 12.30-14:
Listasmiðja- Teiknaðu uppáhaldsgripinn þinn!  Myndirnar verða hengdar  upp fyrir framan Myndasal.
Kl. 13:
Sigurvegarar Dans dans dans sýna sigurdansinn sinn í anddyri safnsins.
Kl. 13.30:
Fjöldi ungra fiðluleikara úr Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík spila og syngja svo afmælissönginn með gestum í Myndasal.
Kl. 15:
Opnun afmælissýninga í Bogasal og í Horni: 
Sýningarnar Silfur Íslands í Bogasal og Silfursmiður í hjáverkum í Horni verða opnaðar.
Ávarp flytja: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Vigdís Finnbogadóttir formaður Afmælisnefndar, Katrín Jakobsdóttir Menntamálaráðherra og Sverrir Kristinsson formaður Minja og Sögu,vinafélags Þjóðminjasafnsins.
Kvennakór Háskóla Íslands syngur ásamt táknmálstúlki við opnunina.
Kl. 18.30:
Óvænt uppákoma á grunnsýningu.
Kl. 19-20.30:
Ungir tónlistarmenn spila víðsvegar um safnið. Kammerhópar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og söngtríóið Mr. Norrington skemmta gestum og skapa stemningu í kringum safngripi.
Kl. 20.30-21:
Hljómsveitin Ylja spilar í Myndasal.
Kl. 21.-21.30:
Hljómsveitin Hjaltalín spilar í Myndasal.

Verið velkomin, ókeypis aðgangur! Einnig ókeypis aðgangur vikuna 26.2-3.3.

Leave a Reply