Haustganga Sagnfræðingafélagsins

Nú á laugardag verður haustganga Sagnfræðingafélagsins, undir leiðsögn Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Björns Janusarsonar. Munu þau leiða félagsmenn um Suðurgötukirkjugarðinn. Sagt verður frá fólkinu sem þar hvílir, flóru garðarins og öðru forvitnilegu sem snertir sögu garðsins.
Síðasta haustganga félagsins tókst vel og er stefnan að hefja haustið framvegis á slíkum göngum. Gerum okkur góðan dag í hópi skemmtilegra félaga og mætum í Hólavallagarð laugardaginn 5. september kl. 14:00 við þjónustuhús garðsins.
Vakin er sérstök athygli á að lagt verður af stað frá þjónustuhúsi garðsins, Ljósvallagötumegin kl. 14.00.

Nú á laugardag verður haustganga Sagnfræðingafélagsins, undir leiðsögn Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Björns Janusarsonar. Munu þau leiða félagsmenn um Suðurgötukirkjugarðinn. Sagt verður frá fólkinu sem þar hvílir, flóru garðarins og öðru forvitnilegu sem snertir sögu garðsins.
Síðasta haustganga félagsins tókst vel og er stefnan að hefja haustið framvegis á slíkum göngum.
Gerum okkur góðan dag í hópi skemmtilegra félaga og mætum í Hólavallagarð laugardaginn 5. september kl. 14:00 við þjónustuhús garðsins.
Vakin er sérstök athygli á að lagt verður af stað frá þjónustuhúsi garðsins, Ljósvallagötumegin kl. 14.00.