Erindi um vestfirskan seljabúskap

Þriðjudaginn 6. nóv. mun Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri halda erindi í Snorrastofu um vestfirskan seljabúskap. Um er að ræða samvinnuverkefni Snorrastofu og Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, en fyrirlesturinn er hluti sk. Fyrirlestra í héraði, sem Menningarsjóður Borgarbyggðar styrkir.
Fyrirlesturinn verður fluttur í Bókhlöðusal Snorrastofu í Reykholti og hefst
kl. 20.30. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru veitingar í hléi innifaldar.

Þriðjudaginn 6. nóv. mun Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri halda erindi í
Snorrastofu um vestfirskan seljabúskap. Um er að ræða samvinnuverkefni
Snorrastofu og Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, en fyrirlesturinn er
hluti sk. Fyrirlestra í héraði, sem Menningarsjóður Borgarbyggðar styrkir.
Fyrirlesturinn verður fluttur í Bókhlöðusal Snorrastofu í Reykholti og hefst
kl. 20.30. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru veitingar í hléi innifaldar.
Bjarni hefur um skeið rannsakað seljabúskap, meðal annars með því að kanna
seljaminjar við Dýrafjörð og heimildir um seljabúskap þar vestra. Í
erindinu mun Bjarni fjalla um hluta niðurstaðna sinna og leitast við að
greina helstu einkenni sýnilegra selmannvirkja og selstaðna þar vestra og
þátt þeirra í nýtingu landsins. Örnefni verða einnig notuð til þess að skýra
hlut seljanna í byggðinni.
Þrátt fyrir og ef til vill vegna þess að landkostir voru takmarkaðir á
þessum slóðum benda niðurstöður rannsóknanna til að seljabúskapurinn hafi á
vissum tímum verið mjög mikilvægur þáttur í framfærslu fólksins.
Í erindinu verða niðurstöðurnar einnig skoðaðar í ljósi almennrar vitneskju
um seljabúskap til fornar, þar með talið selstöður í Borgarfirði, en unnið
er að rannsóknum á þeim sem hluta af hinu umfangsmikla og þverfaglega
verkefni um Reykholtsstað.
Í lok erindisins mun Bjarni frumflytja lag sitt við ljóð Borgfirðingsins
Snorra Hjartarsonar skálds, Mig dreymir við horfið heiðarsel, úr
ljóðabókinni Á Gnitaheiði, sem út kom árið 1952.
Bjarni Guðmundsson er prófessor við Landbúnaðarháskólann en er jafnframt
forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Bjarni er búfræðingur og
búfræðikandidat frá Hvanneyrarskóla og lauk síðan doktorsprófi frá Norges
Landbrukshögskole. Rannsóknir Bjarna hafa einkum verið á sviði fóðuröflunar
og verktækni hennar. Hann hefur einnig fengist við búnaðarsöguleg
viðfangsefni, einkum í tengslum við uppbyggingu Landbúnaðarsafnsins. Hann
skrifaði m.a. ævisögu Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra á Hvanneyri er út
kom fyrir nokkrum árum. Bjarni var formaður stjórnar Snorrastofu árin
1998-2006.

Ráðstefna RIKK um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir 9. og 10. nóvember

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) stendur fyrir ráðstefnu um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir dagana 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meðal gesta ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Drude Dahlerup flytur fyrirlestur um stöðu hins norræna jafnréttislíkans en umfjöllunarefni Ingibjargar Sólrúnar er vegur og vandi jafnréttisaðgerða og -orðræðu í alþjóðasamskiptum. Þá munu 70 fræðimenn halda fyrirlestra í sextán málstofum um rannsóknir sem snerta fræðasviðið. Sagnfræðin kemur m.a. sterkt inn í málstofu númer XIII: Jafnrétti, andóf og lýðræði.

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum  (RIKK) stendur fyrir ráðstefnu um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir dagana 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meðal gesta ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Drude Dahlerup flytur fyrirlestur um stöðu hins norræna jafnréttislíkans en umfjöllunarefni Ingibjargar Sólrúnar er vegur og vandi jafnréttisaðgerða og -orðræðu í alþjóðasamskiptum. Þá munu 70 fræðimenn halda fyrirlestra í sextán málstofum um rannsóknir sem snerta fræðasviðið. 
Sagnfræðin kemur m.a. sterkt inn í málstofu númer XIII:  Jafnrétti, andóf og lýðræði.
• Svanur Kristjánsson – Leið Íslands til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til feðraveldis
• Erla Hulda Halldórsdóttir – Kvennaskólar 19. aldar: Rými andófs og samsemdar.
• Kristín Ástgeirsdóttir – “Þrjár konur á þingi. Velkomnar eða óvelkomnar?”
• Salvör Nordal – Einkalífið opinberað
• Marion Lerner – Pétur frændi og systur hans. Íslensk ferðafélög á fyrra hluta 20. aldar og þátttaka kvenna í þeim.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má nálgast á heimasíðu RIKK, www.rikk.hi.is
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf

Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf (30.10.2007)
Annar fyrirlestur Sögufélags Árnesinga í vetur verður haldinn í Húsinu á Eyrarbakka þann 7. nóvember n.k. í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf.

Annar fyrirlestur Sögufélags Árnesinga í vetur verður haldinn í Húsinu á Eyrarbakka þann 7. nóvember n.k. í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf.
Forsöngvarastaðan hafði víða verið virðingarembætti og segja sögur að því hafi jafnvel fylgt hlunnindi, væri forsöngvari góður. En þegar orgelharmonium fóru að koma í kirkjur á síðsta fjórðungi nítjándu aldar lagðist staða forsöngvarans að mestu niður. Og ekki aðeins það, heldur lagðist af mikið af þeirri tónlist sem þeir höfðu leitt í kirkjum mann fram af manni. Bjarki mun fjalla stuttlega um sögu harmonia og segja frá skráningu forsöngvara, orgela, organista og kóra í íslenskum kirkjum eins langt aftur og heimildir leyfa.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 þann 7. nóvember í Húsinu á Eyrarbakka sem fyrr segir. Aðgangseyrir er 500 kr. og veitingar eru innifaldar. Allir velkomnir

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 9. og 10. nóvember

Sagnfræðistofnun efnir 9. og 10. nóvember til hins árlega Minningarfyrirlestrar Jóns Sigurðssonar (Jón Sigurðsson Memorial Lecture). Gestur að þessu sinni er William Gervase Clarence Smith, prófessor í hagsögu Asíu og Afríku við The School of Oriental and African Studies, University of London. Hann er einn ritstjóra tímaritsins Journal of Global History sem nýlega hóf göngu sína

Sagnfræðistofnun efnir 9. og 10. nóvember til hins árlega Minningarfyrirlestrar Jóns Sigurðssonar
(Jón Sigurðsson Memorial Lecture). Gestur að þessu sinni er William Gervase Clarence
Smith, prófessor í hagsögu Asíu og Afríku við The School of Oriental and
African Studies, University of London. Hann er einn ritstjóra tímaritsins
Journal of Global History sem nýlega hóf göngu sína. Um hann og verk hans,
sjá vefslóðina http://www.soas.ac.uk/staff/staffinfo.cfm?contactid=36
Dagskráin er sem hér segir:
Málstofa föstudaginn 9. nóvember 2007 í Árnagarði 423 kl. 15:30
Researching and writing global history – the example of commodity chains.
What is a commodity chain? Is it something more than the connected path
from which a good travels from producer to consumer? How can one conduct
research on one (or more) commodity chains? Why are they particularly
important for the development of the growing field of global history?
Fyrirlestur laugardaginn 10. nóvember 2007 í Odda 101 kl. 14
The fall and rise of global history
Globalisation is often perceived as a recent phenomenon, and therefore
global hisory is attributed to the field of contemporary history. Many
historians reject that interpretation, and see globalisation as something
that has waxed and waned since the dawn of history. Global history has
existed for millennia, but went through a bad patch due to the rise of
national history in the 19th century. The recent growth of global history
is thus a resurrection rather than a new birth