Dagskrá vitafélagsins 5. október

Mega bátar rugga?


Lífið í sjávarþorpi fyrir og eftir kvóta.


Á fyrsta fræðslukvöldi vetrarins fjallar Linda María Ásgeirsdóttir frá Hrísey um breytingar á byggð og mannlífi sl. 30 ár í tengslum við breytta sjávarútvegsstefnu. Linda María ólst upp í Hrísey fyrir tilurð kvótakefisins, en eftir skólasetu og vinnu í öðrum byggðarlögum landsins er hún aftur sest að í Hrísey þar sem atvinna og mannlíf hefur tekið miklum breytingum.


Mega bátar rugga? Myndmál, menning og mannréttindi í umræðunni um fisk og fólk á Íslandi.
Fiskveiðar eru undirstöðuatvinnuvegur Íslendinga og mótandi afl í samfélagi, sögu, menningu og stjórnmálum þjóðarinnar. Efnahagshrunið 2008 skerpti vitund almennings um mikilvægi fiskveiða og kynti undir umræðum um framtíðar fyrirkomulag við stjórnun þeirra. Í erindi sínu fjallar Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar um nokkur megin stef í þessari umræðu og nýtir til þess sjónarhorn mannfræðinnar og niðurstöður rannsókna sem fjallað hafa um eignarrétt, einkavæðingu og afgirðingu auðlinda í almannaeigu, einnig um hvernig mannréttindi og félagslegt réttlæti hafa í auknum mæli tengst umræðunni, og svo um sérstakt hlutverk hagfræðikenninga og hnattrænnar pólitískrar hugmyndafræði markaðsvæðingar og hagræðingar í stjórnun fiskveiða.


Staður og stund: Víkin – sjóminjasafn, Grandagarði, 101 Reykjavík.


Miðvikudagskvöldið 5. október kl. 20:00




Sýningin Ásfjall framlengd

 
Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna Ásfjall sem stendur í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands til sunnudagsins 9. október. Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem Pétur Thomsen tók á og við Ásfjall í Hafnarfirði á árunum 2008-2011. Samhliða sýningunni kom út vandað rit með ljósmyndum Péturs, en bæði bókin og sýningin hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og gesta.


 
Frá vorinu 2008 hefur Pétur Thomsen með tilstyrk Þjóðminjasafns Íslands fylgst með og ljósmyndað framkvæmdir á Ásfjalli í Hafnarfirði. Þegar hugmyndin kviknaði snérist hún fyrst og fremst um að ljósmynda hverfi í byggingu og áhrifin sem byggingarframkvæmdirnar hafa á allt umhverfið. Atburðir í samfélaginu breyttu hins vegar framkvæmdunum í eitthvað annað og meira. Hálfbyggð og mannlaus hverfi í útjaðri höfuðborgarsvæðisins urðu tákn óraunhæfra áforma. Í stað bjartsýni urðu vonbrigðin myndefni ljósmyndarans.
Pétur beinir sjónum sínum einnig að náttúrunni; fólkvanginum sem hverfið rís við og hvernig byggðin skríður sífellt lengra inn á heiðina. Ljósmyndir hans eru í senn ádeila á meðferð okkar á landinu og skrásetning framkvæmda. Sjónarhorn Péturs sýnir samhengi byggingarlistar, skipulags og náttúru, en það eru allt þættir sem móta umgjörð samfélagsins og hafa áhrif á það.
Pétur Thomsen (f. 1973) hefur á síðustu árum vakið athygli, bæði á Íslandi og erlendis, fyrir verk úr ljósmyndaröðunum Aðflutt landslag og Umhverfing, sem báðar fjalla um manninn andspænis og í náttúrunni, og tilraunir hans til að móta og breyta náttúru í manngert umhverfi. Pétur er með MFA gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie í Arles í Frakkalandi. Á síðustu árum hefur hann verið með einkasýningar í Listasafni Íslands (2010), Transphotographique í Lille í Frakkalandi (2010) og Ljósmyndasafni Reykjavíkur (2010) og tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. á Íslandi, Spáni, í Grikklandi, Damörku, Noregi, Finlandi, Frakklandi, Belgíu, Bandaríkjunum, Sýrlandi og Japan. Árið 2005 var Pétur valin einn af 50 áhugaverðustu ljósmyndurum framtíðarinnar og tók þátt í reGen­eration verkefninu á vegum Elysée listasafnsins í Sviss.
 

Hádegisfyrirlestur: Þetta er allt sama tóbakið!

Þriðjudaginn 4. október mun Sveinn Magnússon læknir fjalla um reykingar og skaðsemi þeirra í hádegiserindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við nýopnaða sýningu safnsins Þetta er allt sama tóbakið! Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þriðjudaginn 4. október mun Sveinn Magnússon læknir fjalla um reykingar og skaðsemi þeirra í hádegiserindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við nýopnaða sýningu safnsins Þetta er allt sama tóbakið! Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

 
 
baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun hefur sú framtíðarsýn oft verið sett fram að muni tengda þessum ósið yrði eingöngu að finna á söfnum. Þó sá árangur hafi ekki enn náðst erum við komin nokkuð á leið. Hrákadallar eru óþekktir og öskubakka, sem eitt sinn voru stofustáss, er nú helst að finna útivið. Vindlar, tóbaksdósir eða sígarettuhylki þykja ekki lengur viðeigandi tækifærisgjafir.
Á sýningunni Þetta er allt sama tóbakið! er úrval gripa úr Þjóðminjasafni Íslands sem tengjast tóbaksnotkun. Þeir elstu eru frá 17. öld. Einnig er litið til baráttunnar gegn tóbaksnotkun, en á síðustu áratugum hefur náðst góður árangur ekki hvað síst með því að fræða börn og unglinga um hætturnar sem fylgja tóbaksnotkun.
 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands

Sunnudaginn 2. október kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Þetta er fyrsta barnaleiðsögn vetrarins og er að þessu sinni hugsuð fyrir börn á aldrinum 5-8 ára.

Helga Einarsdóttir safnkennari mun ganga með börnin gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár“.
Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans.
Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur.
Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd.
Verið velkomin!
Nánari upplýsingar má fá í síma 5302200 eða á netfanginu kennsla@thjodminjasafn.is

Söguþing 2012


Fjórða íslenska söguþingið verður haldið dagana 7.–10. júní 2012. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélagið, Reykjavíkurakademían og Félag sögukennara. Undirbúningsnefnd, sem er skipuð fulltrúum þessarra félaga, hóf störf í ágúst og hefur ráðið Kristbjörn Helga Björnsson sagnfræðing sem framkvæmdastjóra þingsins. Þingið verður skipulagt í styttri og lengri málstofum (1½ eða 3 klst.) og auglýsir undirbúningsnefndin hér með eftir hugmyndum um efni fyrir málstofur eða fyrirlestra. Á þessu þingi verður sú nýjung að nú geta fræðimenn kynnt rannsóknir sínar á veggspjöldum (posters) á þingstað.
Hugmyndir um efni málstofa og/eða fyrirlestra skulu sendar til framkvæmdastjóra þingsins Kristbjörns Helga Björnssonar á netfangið khb@storsaga.is eigi síðar en 15. október nk.
 
Fyrir hönd undirbúningsnefndar
 
Guðmundur Hálfdanarson

Sagnfræðingafélag Íslands 40 ára


Laugardaginn 1. október nk. mun Sagnfræðingafélag Íslands fagna 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni mun félagið standa fyrir málþingi í Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, nánar tiltekið í stofu 132 undir yfirskriftinni: Hvað er (mis)notkun sögunnar?

Fyrirlesarar verða:

Íris Ellenberger

Guðni Th. Jóhannesson

Lára Magnúsardóttir

Guðmundur Hálfdanarson

 

Dagskráin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður meðan húsrými leyfir

 

Síðan vill stjórn félagsins bjóða öllum félagsmönnum til afmælisfagnaðar og að þiggja léttar veitingar milli kl. 17.00 og kl. 19.00 í húsakynnum Reykjavíkur-Akademíunnar,  JL-húsinu, Hringbraut 121.

Allir eru velkomnir.

 

Laugardaginn 1. október nk. mun Sagnfræðingafélag Íslands fagna 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni mun félagið standa fyrir málþingi í Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, nánar tiltekið í stofu 132 undir yfirskriftinni: Hvað er (mis)notkun sögunnar?

Málþing um ritskoðun

Málþingið er haldið á vegum Rannsóknaseturs í safnafræði við Háskóla
Íslands, Laugardaginn 29. janúar kl. 13:00.
Staðsetning, Háskóli Íslands, Oddi, stofa 101.
Málþingið er ókeypis og öllum opið.

Opinber umræða um ritskoðun, þöggun og skoðanakúgun á Íslandi hefur verið
í lágmarki. En nú eru aðrir tímar. Efnahagslegt hrun haustið 2008 varð til
þess að farið var að ræða um endurreisn og endurmat af miklu kappi fyrir
flest svið þjóðlífsins. En hvað um söfn og sýningarrými? Hver er að hugsa
um endurreisn og endurmat í því samhengi? Eiga slík rými eitthvað erindi
inn í umræður um ritskoðun, þöggun, skoðanakúgun, endurreisn og endurmat?
Hvert er hlutverk safna í lýðræðislegri umræðu eða bælingu, jafnvel
þöggun, skoðana? Hver er samfélagsleg skylda safna til að sporna við
þöggun? Er það hlutverk safna að vera siðgæðisvörður? Hvert er hlutverk
listamanna, fræðimanna eða sýninga í að fjalla um ritskoðun, þöggun og
skoðanakúgun? Er svigrúm fyrir þessa aðila til þess að taka slíkt til
umfjöllunar? Til hvaða bragðs á að taka veki sýning hörð viðbrögð og “fari
yfir strikið”? Hvað er þetta “strik” og hver býr það til? Hvert er
hlutverk opinberra aðila í slíkum aðstæðum? En fjölmiðla? En menntamanna?
Hversu langt á að ganga í málamiðlun sýnenda, sýningastjóra, stjórnenda,
gesta safna og sýningarrýma? Hvert er hlutverk gesta í að veita söfnum,
sýningum, sýnendum og jafnvel öðrum gestum aðhald?
Laugardaginn 29. janúar verður efnt til málþings til að ræða þessar, og
aðrar, spurningar. Litið er svo á að söfn og önnur sýningarrými séu
vettvangur umræðna, skoðanaskipta og átaka. Átökin snúast um ólíkar
skoðanir á valdi og valdheimildum þeirra sem koma að starfsemi safna og
sýningargallería, hvort sem það eru stjórnendur og eigendur safna og
sýningargallería, sýningarstjórar og sýnendur, eða almenningur.
Þátttakendur í pallborði eru:
Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamaður
Birta Guðjónsdóttir, safnstjóri og listamaður
Hannes Lárusson, listamaður
Haukur Már Helgason, heimspekingur
Birna Kristjánsdóttir, sérfræðingur
Jón Ólafsson, heimspekingur
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri
Stjórnandi er Hjálmar Sveinsson

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn eftir rúma viku, fimmtudaginn 27. janúar kl. 20:00 í húsnæði Sögufélags við Fischersund.
Fjórar bækur verða teknar til umfjöllunar. Munu framsögumenn tala í mesta lagi í 15 mínútur, höfundar munu bregðast við – þeir hafa allir lofað að mæta – og síðan verða almennar umræður.

Stafrófsröð höfunda ræður röðun:
Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen: ævisaga
Umfjöllun: Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.
Margrét Guðmundsdóttir, Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld
Umfjöllun: Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunar- og sagnfræðingur
Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917
Umfjöllun: Ármann Jakobsson dósent í íslensku við HÍ
Þór Whitehead, Sovét-Ísland óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð
Umfjöllun: Egill Ólafsson sagnfræðingur og blaðamaður
Léttar veitingar verða á staðnum.

Fræðslufundur félagsins Matur- saga- menning. Nytjar á sel til matar á Íslandi fyrr og nú

Fimmtudaginn 27. janúar n.k. verður haldinn opinn fræðslufundur á vegum félagsins Matur- Saga- menning. Fundurinn er sá þriðji í röð fræðslufunda á vegum félagsins þennan vetur og fjalla þeir allir um nytjar á villtum dýrum úr íslenskri náttúru, bæði fyrr og nú.

Að þessu sinni verður fjallað um hvernig Íslendingar nytjuðu seli til matar, en við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur og útselur, auk þess sem hánorrænu tegundirnar  vöðuselur, kampselur, blöðruselur og hringanóri hafa hér viðkomu í mismiklum mæli.
Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, formaður samtaka selabænda og  Guðmundur Ragnarsson veitingamaður munu flytja erindi um á hvern hátt Íslendingar nýttu seli til matar og hvernig hægt er að nýta selaafurðir á nýstárlegan hátt.  Pétur er þekktur fyrir kunnáttu sína á hlunnindanytjum og Guðmundur Ragnarsson er matreiðslumeistari og fyrrverandi landsliðskokkur og býr yfir sérfræðiþekkingu á nýtingu íslenskra villtra dýra úr náttúru Íslands.
Fundurinn verður haldinn í sal Reykjavíkurakademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, kl. 20.00 til 22.00.  Aðgangur er ókeypis.