Söguvefir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
Vefur um ævi og störf Bjarna Benediktssonar með ræðum, skjölum, ljósmyndum og margmiðlunarefni. Borgarskjalasafn.

Gagnagrunnurinn tekur til dánarbúsuppskrifta, skiptabóka og uppboða sem til eru frá 18. og 19. öld og varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Már Jónsson prófessor í sagnfræði  er höfundur gagnagrunnsins.

Dysjar hinna dæmdu
Á vef rannsóknaverkefnisins Dysjar hinna dæmdu, sem hefur það markmið að rannsaka aftökur á Íslandi frá 1550-1830, má m.a. finna kortasjá þar sem hægt er skoða eftir landsvæðum nöfn þeirra sem dæmd voru til dauða. Einnig má sjá heimabæi þeirra, kyn, aldur, brot, dóma o.fl.

Fjallkonan
Á vefnum eru birt brot úr sögu kvenna á Íslandi frá 1874 til samtímans. Hvatinn að gerð vefsins er þátttaka Minjasafns Reykjavíkur í evrópsku samstarfsverkefni Making Women´s History Visible in Europe. Minjasafn Reykjavíkur.

Fróðleikur Kvennasögusafns Íslands
Vefur sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar um íslenska kvennasögu.

Handritin heima – vefsíða um íslensk handrit
Vefur um íslensk miðaldahandrit og þann vitnisburð sem þau hafa að geyma um fornt handverk, fræðastarf og sagnaarf, myndlistarsögu, menningarástand og hugðarefni fólks frá fyrri öldum.

Hrunið, þið munið
Ráðstefnuvefur um bankahrunið 2008. Vefurinn er jafnframt gagnabanki þar sem vísað er á margvíslegt efni sem tengist „útrásinni“, aðdraganda fjármálakreppunnar og margvíslegum afleiðingum hennar, s.s. bækur, greinar, skýrslur, lög og dóma, skáldverk og kvikmyndir.

Huldukonur. Hinsegin kynverund kvenna á Íslandi fyrir 1960
Vefnum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um hinsegin kynverund kvenna á tímabilinu 1700–1960. Ennfremur er hann efnisveita fyrir fræðimenn, kennara og nemendur sem leita heimilda um efnið.

Íslendingabók
Í Íslendingabók má finna upplýsingar um nær alla Íslendinga sem heimildir eru til um. Leitarbær ættfræðigrunnur sem unninn er upp úr kirkjubókum og manntölum.

Kvennalistinn
Vefur um sögu kvennaframboðanna í sveitarstjórnum og á Alþingi á árunum 1982-1999. Birtar eru frásagnir og ýmsar samtímaheimildir úr starfi hreyfinganna.

Mødet mellem dansk og islandsk kultur
Samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Sagnfræðistofnunar og Landsbókasafns. Á vefnum eru upplýsingar um danskt mál og menningu á Íslandi í fortíð og nútíð ásamt heimildum um Dani á Íslandi á 20. öldinni. Vefurinn sækir efni að verulegu leyti í rannsóknarverkefnið Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970s sem Auður Hauksdóttir og Guðmundur Jónsson stýrðu.

Ólafur Thors forsætisráðherra
Vefur um líf og störf  Ólafs Thors, þ. á. m.  ræður, ljósmyndir, hljóðskrár, myndband og skjalaskrá. Borgarskjalasafn.

Saga íþrótta í Reykjavík
Vefur á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem fjallar um sögu íþrótta í Reykjavík frá 1824-2019. Á vefnum er að finna m.a. ljósmyndir úr íþróttalífinu og gerð grein fyrir þróun og helstu áföngum í íþróttastarfi í Reykjavík.

Spánverjavígin 1615
Vefur um Spánverjavígin 1615 og ýmislegt efni tengt Böskum og umsvifum þeirra í Norðurhöfum. Vefinn vann Sigrún Antonsdóttir sem hluta af lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands árið 2015.

Svona fólk
Á vefsíðunni er aðgangur að viðtölum ásamt ýmsum öðrum heimildum og fróðleik sem varð til við vinnu heimildaþáttanna Svona fólk. Þættirnir fjalla um réttindabaráttu íslenskra homma og lesbía og eru viðtölin á vefsíðunni merkilegar heimildir bæði um sögu homma og lesbía á Íslandi svo og þróun íslensks nútímasamfélags.

Torfbæir í netheimum
Nemar undir stjórn Þorsteins Helgasonar á menntavísindasviði Háskóla Íslands hafa myndað stóran vef af verkefnum um torfbæi. Verkefnin eru byggð á viðtölum við fólk sem ólst upp í torbæjum eða hafði náin kynni af þeim.

Vertshúsið. Maddama Angel og fyrsta veitingahúsið í Reykjavík
Söguvefur um ævi Margrethe Angel (1749-1807) sem stofnaði fyrsta veitingahús landsins á árunum 1789-1796.

Vísindavefurinn
Vefurinn fjallar um öll vísindi, þar á meðal sagnfræði. Gestir geta lesið á vefnum svör við spurningum um flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða fundið svör við. Efni um Íslandssögu geta menn fundið hér og um mannkynssögu hér.  Vísindavefurinn er í umsjá Háskóla Íslands og er Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri hans.