Hlaðvörp

Baðstofan
Í hlaðvarpinu eru viðtöl við sagnfræðinga og doktorsnema í sagnfræði um rannsóknir þeirra  og er leitast við að tengja þær samtímamálefnum sem eru ofarlega á baugi. Hlaðvarpið er unnið af þrem BA-nemum í sagnfræði við Háskóla Íslands, Bergdísi Klöru Marshall, Steinunni Sigþrúðardóttur Jónsdóttur og Þórhildi Elísabet Þórsdóttur í samstarfi við Sagnfræðistofnun.

Blanda – hlaðvarp Sögufélags
Hlaðvarpið flytur gamlan fróðleik og nýjan um fjölbreytileg sagnfræðileg efni, einkum þau sem tengjast starfsemi og bókaútgáfu Sögufélags. Hlaðvarpið er í umsjón sagnfræðinganna Jóns Kristins Einarssonar og Markúsar Þ. Þórhallssonar.

Fyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands
Hinir ýmsu fyrirlestrar á vegum Sagnfræðingafélags Íslands hafa nú verið gerðir aðgengilegir í hlaðvarpsformi.

Hlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
Hlaðvarp sem fjallar um miðlun og söfnun gagna um skagfirska sögu.

Í ljósi sögunnar
Hlaðvarps- og útvarpsþáttur frá Ríkisútvarpinu þar sem Vera Illugadóttir skoðar atburði og málefni líðandi stundar í ljósi sögunnar.

Norrænir menn í Austurvegi (Legends of the Eastern Vikings)
Hlaðvörp úr rannsóknarverkefninu Norrænir menn í austurvegi: Legends of the Eastern Vikings; Flimtan og fáryrði.

Til skjalanna – Hlaðvarp Þjóðskjalasafns Íslands
Í hlaðvarpinu er fjallað um starfsemi og safnkost Þjóðskjalasafns en einnig um rannsóknir, útgáfuverkefni og fleira sem tengist safninu.