Skjalasöfn

Borgarskjalasafn
Safnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og safnar, varðveitir og greiðir fyrir aðgangi að skjölum og öðrum heimildum um starfsemi og sögu Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Enn fremur varðveitir safnið skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja.

Handritasafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Handritadeild Landsbókasafnsins varðveitir handrit í eigu safnsins, einkum pappírshandrit frá 19. og 20. öld. Handritadeildin varðveitir einnig talsvert magn eldri pappírshandrita ásamt nokkrum skinnhandritum.

Héraðsskjalasöfn
Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna krækjur á öll héraðsskjalasöfn á Íslandi.

Kvennasögusafn Íslands
Sérstakt safn innan Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem safnar, skráir og miðlar prentuðum og óprentuðum heimildum um konur og eftir konur.

Skjalasafn Háskóla Íslands
Skjalasafnið varðveitir skjöl og aðrar heimildir um Háskóla Íslands og stofnanir hans.

Þjóðskjalasafn Íslands
Safnið er skjalasafn íslenska ríkisins og varðveitir skjöl opinberra stjórnsýslustofnana. Í því er mikið magn heimilda um stjórn Íslands, sögu stofnana þess, auk þess sem þar er stórt safn einkaskjala.