Hér er að finna gagnasöfn, ritaskrár, skjalaskrár og efnisskrár tímarita sem varða íslenska sögu og sagnfræði. Yfirgripsmestur er Áttavitinn, upplýsingagátt Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, en hér er einnig að finna gagnasöfnin Íslandssögu í greinum og Lokaritgerðir í sagnfræði. Þá er einnig vísað á rafrænar skjalaskrár úr stærstu skjalasöfnum landsins, Þjóðskjalasafni Íslands, Landsbókasafni og Borgarskjalasafni. Loks eru efnisskrár fjögurra tímarita, Sögu, Nýrrar sögu, Sagna og Skírnis.