Ísmús – íslenskur músík- og menningararfur
Gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Hljóðsafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Í hljóðsafninu eru geymd stafræn afrit af hljóðritum Miðstöðvar munnlegrar sögu auk afrita af útgefnum íslenskum hljóðritum ( hljómplötum, geisladiskum og vefútgáfu). Aðeins er búið að afrita hluta af safni Miðstöðvarinnar og útgefnum hljóðritum en hljóðrit í hliðrænu formi er hægt að hlusta á í Þjóðarbókhlöðu. Stefnt er að því að yfirfæra allan safnkostinn á stafrænt form.