Lovsamling for Island
Úrval laga, tilskipana, Alþingisdóma o.fl. frá 11. öld til 1874. Stafræn útgáfa á öllum bindum safnsins, 21 að tölu, eru á vefnum Bækur.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
Alþingi, lagasafn
Safn yfir öll núgildandi lög frá Alþingi.
Alþingistíðindi
Alþingistíðindi er útgáfa á efni þingfunda og þingskjölum. Þau eru til í prentaðri útgáfu frá upphafi ráðgjafarþings 1845 til 136. löggjafarþings 2008-2009. Alþingistíðindi eru einnig til skönnuð sem pdf-skjöl frá 1845 til 2008. Frá og með 137. löggjafarþingi 2009 koma Alþingistíðindi aðeins út í vefútgáfu. Þingmál frá og með þeim tíma er að finna hér.
Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands
Í Tíðindum um stjórnarmálefni Íslands birtust lög, úrskurðir og stjórnarbréf á íslensku frá árunum 1854 til 1874. Útgefandi Hið íslenzka bókmenntafélag. Vefútgáfa á timarit.is.
Stjórnartíðindi
Í Stjórnartíðindum eru birt lög, tilskipanir, opin bréf, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis, sem út eru gefnar af æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins. Þau eru til í prentuðu formi síðan 1874 en einnig í vefútgáfu: C-deild (samningar við önnur ríki) frá 1995 og A-deild (lög, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis) og B-deild (reglugerðir, samþykktir og auglýsingar) frá 2001. Gefin út af Dómsmálaráðuneytinu.
Reglugerðasafn Stjórnarráðs Íslands
Safn gildandi reglugerða frá Stjórnarráði Íslands. Safnið inniheldur um 2200 reglugerðir að breytingum meðtöldum. Gefið út af Dómsmálaráðuneytinu.
Úrskurðir og álit
Safn yfir alla úrskurði og álit Stjórnarráðsins frá árinu 1969 til dagsins í dag.