Blöð og tímarit

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum – hvar.is
Landsaðgangur er samlag um 200 aðila sem veitir öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur gjaldfrjálsan aðgang að áskriftum fjölda rafrænna tímarita, rafbóka og gagnasafna.  Í landsaðgangi eru um:
– tólf gagnasöfn og tímaritapakkar til heimildaleita
– nokkur alfræði- og uppsláttarrit
– heildartextar tímaritsgreina úr um þúsundum tímaritum
– Þúsundir rafbóka og bókarkafla hjá Springer

Tímaritaskrá Landsbókasafns A-Ö
Aðgangur að heildartextum rúmlega 27 þúsund innlendra og erlendra tímarita og upplýsingar um helstu prentuð tímarit sem Landsbókasafni berast. Landsbókasafn Íslands – Háskólabóksafn.

Tímarit.is
Stafrænt safn blaða og tímarita frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi frá 1773 til samtímans. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Hér er að finna bæði sögulegra heimildir og fræðileg tímarit um sagnfræðileg efni s.s. Andvara, Blöndu, Sagnir, Skírni og Sögu.

Greinasafn um landbúnað, ræktun, náttúrunýtingu og umhverfisfræði
Á vefnum landbunadur.is er viðamikið safn greina úr blöðum og tímaritum um hvaðeina er lýtur að landbúnaði. Þar má meðal annars finna greinar um sögu landbúnaðar á Íslandi.  Sameiginlegt vefsvæði landbúnaðarstofnana.

Fjármálatíðindi
Tímarit um efnahagsmál, gefið út af Seðlabanka Íslands. Á vef bankans er að finna alla árganga tímaritsins 1955-2007.