Handrit og skjöl

Íslenzkt fornbréfasafn
Stafræn útgáfa allra 16 bindanna á vefnum Bækur.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

handrit.is
Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn. Vefurinn veitir einnig aðgang að stafrænum myndum af fjölda handrita eftir að Sagnanetið var sameinað  honum 2012. Vefurinn er enn í smíðum og nær því aðeins til hluta þeirra handrita sem stofnanirnar þrjár varðveita. Efniviður handritanna samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, m.a. heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta. Einnig er þar drjúgur hluti norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna auk þess sem fjöldi handrita geymir ýmist kvæði, rímur eða lausavísur.

Stafrænar heimildir í Þjóðskjalasafni Íslands
Á síðunni Stafrænar heimildir á vef Þjóðskjalasafns er veittur aðgangur að úrvali heimilda í vörslu safnsins. Heimildaflokkarnir eru eftirfarandi: Manntalsvefur, Jarðavefur , Sóknarmannatöl, Túnakort, og Dómabækur.