Fjölþætt heimildasöfn

Sarpur – Menningarsögulegt gagnasafn
Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Sarpur er upplýsingakerfi sem veitir aðgang að skráningakerfi Þjóðminjasafns Íslands og tuga annarra minja-, mynda, lista- og byggðarsafna. Jafnframt veitir hann aðgang að margs konar heimildum s.s. ljósmyndum og svörum við spurningaskrá þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins.

Ísmús – Íslenskur músík- og menningararfur
Gagnagrunnur sem geymir gögn um íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Meðal efnis í Ísmús er þjóðfræðisafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Skrá yfir efni safnsins er aðgengileg og hægt að hlusta á stóran hluta safnsins. Verkefnið var upphaflega í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en er nú í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.