Erlendar slóðir

H-Net
Tilgangur vefsins er að efla kennslu og rannsóknir í hug- og félagsvísindum. Að vefnum stendur stór hópur fræðimanna og kennara víða um heim. Á H-Net er að finna umræðuhópa, ritdóma, tilkynningar um ráðstefnur, auglýsingar um störf o.fl.

AcademicInfo
Fræðsluvefur sem hefur m.a. að geyma skrár yfir sagnfræðivefsíður, rafrænar heimildir og heimildasöfn víða um heim.

Internet for History
Fræðsluvefur um sagnfræði á Netinu ætlaður háskólastúdentum. Hann er einkum sniðinn fyrir Bretland en hefur einnig almennt notagildi. Þar er m.a. að finna upplýsingar um uppflettirit, gagnasöfn, ritaskrár og rafbækur, félög og samtök, ráðstefnur og fundi.

Historical Abstracts
Ein stærsta ritaskrá í sagnfræði í heimi. Í henni eru skráðar og flokkaðar meira en 3.100 greinar úr sagnfræðitímaritum á 40 tungumálum sem komið hafa út síðan 1955. Skráin tekur til sögu heimsins (að undanteknum Bandaríkjunum og Kanada) síðan á 15. öld.

Britannica Online Academic
Alfræðirit. Opinn aðgangur.

Sagnfræðideildir í háskólum víða um heim
Leitarbær skrá um sagnfræðideildir háskóla víða um heim sem Center for History and New Media, George Mason University, hefur tekið saman.