Söguvefir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
Vefur um ævi og störf Bjarna Benediktssonar með ræðum, skjölum, ljósmyndum og margmiðlunarefni. Borgarskjalasafn.

The Emigration from Iceland to N-America
Vefur sem hefur það markmið að hjálpa afkomendum vesturfara að finna forfeður sína og núlifandi ættingja á Íslandi. Þar eru upplýsingar um vesturfara og vesturferðir. Vefur Hálfdans Helgasonar.

Fjallkonan
Á vefnum eru birt brot úr sögu kvenna á Íslandi frá 1874 til samtímans. Hvatinn að gerð vefsins er þátttaka Minjasafns Reykjavíkur í evrópsku samstarfsverkefni Making Women´s History Visible in Europe. Minjasafn Reykjavíkur.

Handritin heima – vefsíða um íslensk handrit
Vefur um íslensk miðaldahandrit og þann vitnisburð sem þau hafa að geyma um fornt handverk, fræðastarf og sagnaarf, myndlistarsögu, menningarástand og hugðarefni fólks frá fyrri öldum.

Heimastjórn í hundrað ár 1904-2004
Vefur settur upp í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Þar er að finna fróðleik um heimstjórnarárin 1904-1918 ásamt fjölda ljósmynda og lifandi mynda frá tímabilinu. Forsætisráðuneytið.

Hvenær gerðist það? Ártöl og áfangar í kvennasögu
Vefur sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar um íslenska kvennasögu. Kvennasögusafn.

Hrunið, þið munið
Gagnabanki helgaður  íslensku útrásinni, bankahruninu 2008 og afleiðingum þess. Vefurinn er enn í smíðum en á honum er að finna ritdóma um bækur, greinar, leikrit, kvikmyndir  og fleira efni. Auk þess eru heimildaskrár um valin efnissvið. Umsjón: Guðni Th. Jóhannesson, Jón Karl Helgason og Markús Þórhallsson.

Íslandssöguvefur Ríkisútvarpsins
Samstarfsverkefni Ríkisútvarpsins, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Þjóðminjasafns Íslands og Kvikmyndasafns Íslands sem miðar að því að endurskapa eftirminnilega atburði 20. aldar með margmiðlunartækni. Ríkisútvarpið.

Íslendingabók
Leitarbær ættfræðigrunnur sem unninn er upp úr kirkjubókum og manntölum. Íslensk erfðagreining ehf. og Friðrik Skúlason ehf.

Kvennalistinn
Vefur um sögu kvennaframboðanna í sveitarstjórnum og á Alþingi á árunum 1982-1999. Birtar eru frásagnir og ýmsar samtímaheimildir úr starfi hreyfinganna.

Landnámssýningin, Reykjavík 871±2
Margmiðlunarvefur um landnám og fornminjar í Reykjavík. Minjasafn Reykjavíkur.

Mødet mellem dansk og islandsk kultur
S
amstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Sagnfræðistofnunar og Landsbókasafns. Á vefnum eru upplýsingar um danskt mál og menningu á Íslandi í fortíð og nútíð ásamt heimildum um Dani á Íslandi á 20. öldinni. Vefurinn sækir efni að verulegu leyti í rannsóknarverkefnið Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970s sem Auður Hauksdóttir og Guðmundur Jónsson stýrðu.

Ólafur Thors forsætisráðherra
Vefur um líf og störf  Ólafs Thors, þ. á m.  ræður, ljósmyndir, hljóðskrár, myndband og skjalaskrá. Borgarskjalasafn.

Ríkisstjórnir Íslands
Skrá á pdf-formi yfir ríkisstjórnir Íslands frá upphafi til ársins 2006. Skráin er tekin úr bók Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld, fram til aldamóta en viðbætur 2000-2006 eru fengnar af vef Stjórnarráðsins. Þar eru upplýsingar um ríkisstjórnir allt til þessa árs.

Saints in Iceland: Mapping the Icelandic Church
Leitarbær gagnagrunnur um kirkjur á Íslandi, auk dýrlinga sem minnst er á í máldögum frá Hólabiskupsdæmi.

Spánverjavígin 1615
Vefur um Spánverjavígin 1615 og ýmislegt efni tengt Böskum og umsvifum þeirra í Norðurhöfum. Vefinn vann Sigrún Antonsdóttir sem hluta af lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands árið 2015.

Torfbæir í netheimum
Nemar undir stjórn Þorsteins Helgasonar á menntavísindasviði Háskóla Íslands hafa myndað stóran vef af verkefnum um torfbæi. Verkefnin eru byggð á viðtölum við fólk sem ólst upp í torbæjum eða hafði náin kynni af þeim.

Travels in 19th Century Iceland
Safn texta og mynda sem tengjast ferðum erlendra manna um Ísland á árunum 1750-1914. Vefur Ed Jackson.

Vertshúsið. Maddama Angel og fyrsta veitingahúsið í Reykjavík
Söguvefur um ævi Margrethe Angel (1749-1807) sem stofnaði fyrsta veitingahús landsins á árunum 1789-1796.

Vesturfararnir
Hluti af Íslandssöguvef Ríkisútvarpsins þar sem stiklað er á stóru um sögu Vesturferðanna, birtar persónulegar heimildir, skáldskapurog viðtöl við afkomendur vesturfara. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku.