Námsbraut í sagnfræði við H.Í.

Háskóli Íslands er eini háskólinn í landinu sem býður upp á heildstætt nám í sagnfræði og fer það fram í námsbraut í sagnfræði. Á BA-stigi er boðið upp á  nám í sagnfræði til 120 og 180 ein. og sagnfræði sem aukagrein (60 ein.). Á meistarastigi er í boði sagnfræði, miðladafræði, hugmynda- og vísindasaga, MA í sögukennslu, hagnýt skjalfræði og hagnýt menningarmiðlun.

Námsbraut í sagnfræði heyrir undir Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði. Lista yfir fasta kennara í deildinni er að finna hér. Um rannsóknir kennara í sagnfræði má fræðast á heimasíðu Sagnfræðistofnunar.

Fróði, félag sagnfræðinema
Nemendafélag sagnfræðinema við Háskóla Íslands.