Mannfjöldi fagnar á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Ljósmyndari Ágúst Breiðdal. Konunglega bókhlaðan í Kaupmannahöfn.
Mannfjöldi fagnar á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Ljósmyndari Ágúst Breiðdal. Konunglega bókhlaðan í Kaupmannahöfn.

 

Söguslóðir er vefur Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hefur það hlutverk að miðla rafrænum gögnum um íslenska sögu og sagnfræði. Á Söguslóðum er að finna fjölbreyttar upplýsingar sem nýtast til rannsókna, kennslu og náms í íslenskri sagnfræði en þar er einnig miðlað fróðleik um íslenska sagnfræði almennt. Meðal efnis sem vefurinn hefur að geyma eru:

  • Efnisskrár tímarita og lokaritgerðir í sagnfræði
  • Gagnasöfn um mikilvægar heimildir fyrir sagnfræðirannsóknir
  • Textaheimildir, myndir og kort á rafrænu formi
  • Vefsíður og hlaðvörp um söguleg viðfangsefni
  • Söfn og félög sem tengjast sagnfræði
  • Nám og kennsla í sagnfræði á háskólastigi
  • Rannsóknaverkefni einstaklinga og hópa
  • Rannsóknasjóðir og styrkir á sviði sagnfræði

Umsjónarmaður Söguslóða er Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði og aðstoð við uppsetningu vefsins hefur Guðmundur Hörður Guðmundsson annast. Allar ábendingar og tillögur um efni  eru vel þegnar og sendist á netfang Söguslóða: soguslodir@hi.is

Myndir í borða Söguslóða eru valdar í samstarfi við Ingu Láru Baldvinsdóttur sagnfræðing.