Félög

Félag fornleifafræðinga
Félag fornleifafræðinga er fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi. Félagið varð til í apríl 2013 við sameiningu Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga. Félag fornleifafræðinga stendur að fræðastarfsemi og vinnur að því að efla umræðu um fornleifafræði á Íslandi. Félagið heldur úti ritinu Ólafíu.

Félag íslenskra safna og safnamanna
Félagið var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúrufræðisöfnum á Íslandi.

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi
Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Á vefnum er m.a. að finna upplýsingar um héraðsskjalasöfn um allt land.

Félag um átjándu aldar fræði
Félag sem hefur að markmiði að efla rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða og skyldra efna. Það stendur árlega fyrir fjölda ráðstefna, málþinga og funda.

Fróði, félag sagnfræðinema
Nemendafélag sagnfræðinema við Háskóla Íslands.

Sagnfræðingafélag Íslands
Fagfélag sagnfræðinga á Íslandi og vettvangur fyrir sagnfræðilega og þverfaglega umræðu.

Sögufélag
Sögufélag er félag áhugamanna um sagnfræði og gefur út tímaritið Sögu og rit um söguleg efni, einkum um Íslandssögu.

Sögufélög, landshlutabundin
Sögufélög eru starfandi í mörgum landshlutum og er lista yfir flest þeirra að finna í Wikipedia-grein um héraðssögu. Hér að neðan er getið fjögurra þeirra.

Sögufélag Ísfirðinga
Tilgangur félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum fróðleik um Vestfirði, einkum Ísafjarðarsýslu, að fornu og nýju.
Sögufélag Kópavogs
Tilgangur félagsins er að stuðla að söfnun og varðveislu sögulegra og menningarlegra minja í Kópavogi og nágrenni.
Sögufélag Skagfirðinga
Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og hefur starfað óslitið í 70 ár og gefið út yfir 80 rit um sögu Skagafjarðar.
Sögufélag Austurlands
Félag áhugafólks um rannsóknir og miðlun sögu Austurlands.

Ættfræðifélagið
Í Ættfræðifélaginu er áhugafólk um ættfræði, persónusögu og staðfræði. Félagið gefur út fréttabréf, heldur fræðslufundi og hefur staðið fyrir útgáfu á ættfræðiritum.