Wasteland With Words: A social history of Iceland

Út er kominn bók eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing er ber heitið Wasteland With Words: A social history of Iceland.
Wasteland With Words er umfangsmikil rannsókn á félagslegri og sögulegri þróun Íslands frá smáu sjávarútvegshagkerfi til hnattvædds efnhagslegs smáveldis. Bókin höfðar til allra þeirra sem áhuga hafa á þessu dularfulla eysamfélagi í Norður Atlantshafi og fyrir þá sem áhuga hafa á menningarsögu og félagssögu.

Í bókinni skoðar Sigurður Gylfi þróun og umbreytingu íslensks samfélags og menningar með því að rannsaka þá bókmenntalegu og sögulegu þætti sem mótað hafa þá íslensku menningararfleið sem landinn nýtur í samtímanum. Sigurður útlistar greiningu sína á sögu þessarar eyju á nákvæman og umfangsmiklan hátt, með því að skoða hvernig eitt frumstæðasta og fátækasta efnahagskerfi 19.aldar, grundvallað á sjávarútvegi og landbúnaði, óx í það að verða stórt og ríkt hagkerfi, þrátt fyrir fámenni og smæð í mörgu tilliti og á meðan viðhaldið sterkri menningarlegri sjálfsmynd. Nýjustu atburðir í sögu Íslendinga, hrun fjármálakerfis og kreppa íslenskra stjórnmála verða einnig tekin til greiningar og þau sett í sögulegt samhengi.
Ritdómur hefur birst um bókina í The Economist
Sigurður Gylfi Magnússon er sagnfræðingur að mennt og hefur um árabil fengist við rannsóknir á einsögu og íslenskri félags- menningar- og menntasögu svo dæmi séu tekin.