Sovét-Ísland Óskalandið – eftir Þór Whitehead

Út er komin frá bókafélaginu Uglu bókin Sovét-Ísland. Óskalandið eftir Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern í Moskvu með það yfirlýsta markmið gera byltingu á Íslandi. Hér dregur Þór Whitehead sagnfræðingur í fyrsta sinn upp heildarmynd af byltingarundirbúningi íslenskra kommúnista 1921-1946 og viðbrögðum ríkisins. Byltingarbaráttan leiddi af sér öldu grófs ofbeldis, skólun tuga Íslendinga í neðanjarðarstarfsemi og hernaði í Sovétríkjunum, njósnir og launráð. Einstaklega lifandi saga um örlagatíma.

Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heims-byltingarsambandinu Komintern, sem stjórnað var frá Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Hér lýsir Þór Whitehead í fyrsta sinn í samfelldu máli undirbúningi flokksins að byltingu í landinu og viðbrögðum íslenska ríkisins. Byltingarbaráttan leiddi af sér öldu grófs ofbeldis, þar sem fjöldi manns slasaðist. Tugir valdra flokksmanna lærðu m.a. hernað og neðanj-arðarstarfsemi í byltingarskólum í Moskvu.Flokkurinn kom sér upp bardagaliði, sem sigraðist á lögreglunni í Gúttóslagnum.Geysimikil rannsókn liggur að baki bókinni. Hún bregður nýju ljósi yfir byltingarstarf kommúnista og mestu átakatíma í sögu Íslands. Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda lesenda með bókum sínum um síðari heimsstyrjöld. Þær hafa einnig  hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og geysiyfirgripsmiklar rannsóknir í mörgum löndum. Hér má sjá viðtal við Þór í þættinum Silfri Egils.
Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda meðal lesenda með styrjaldarbókum sínum. Verk hans hafa hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmiklar rannsóknir. Þessi bók sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er grípandi og örlög einstaklinga tvinnuð saman við meginþráðinn. Þór hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.