Nordic Historical National Accounts. Proceedings of Workshop VI, Reykjavík 19-20 September 2003

Ritið Nordic Historical National Accounts hefur að geyma 13 greinar frá ráðstefnu um sögulega þjóðhagsreikninga sem haldin var í september 2003 af Sagnfræðistofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ritið gefur góðan þverskurð af þeim fjölbreytilegum rannsóknum sem stundaðar eru á sögulegri þróun þjóðarframleiðslu og annarra hagstærða á Norðurlöndum.

Í september 2003 var haldin ráðstefna um sögulega þjóðhagsreikninga á vegum Sagnfræðistofnunar og Hagfræðistofnunar í Háskóla Íslands. Ritið Nordic Historical National Accounts hefur að geyma 13 greinar frá ráðstefnunni og gefur góðan þverskurð af þeim fjölbreytilegum rannsóknum sem stundaðar eru á sögulegri þróun þjóðarframleiðslu og annarra hagstærða á Norðurlöndum. Fjallað er bæði almennt um framlag þjóðhagsreikninga til hagvaxtar og afmörkuð efni s.s. áætlanir á hagstærðum, rætur hagvaxtar og aðferðafræðileg álitamál. Ritið er gefið út af Sagnfræðistofnun.
Höfundar greina eru eftirtaldir hagsögufræðingar og hagfræðingar frá Norðurlöndum og Hollandi: Jan-Pieter Smits, Niels Kærgård, Ola Grytten, Peter Vikström, Jari Kauppilla, Elisabeth Bjorsvik, Johanna and Seppo Varjonen, Carl-Axel Nilsson, Magnus Lindmark, Sveinn Agnarsson, Guðmundur Jónsson, Ragnar Árnason, Jukka Jalava og Pirkko Aulin-Ahmavaara.